Fréttir

Útlit fyrir 11% aukningu umferðar á Hringveginum á þessu ári

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum októbermánuði jókst um meira en 15 prósent frá sama mánuði í fyrra og aldrei áður hefur umferðin í október aukist jafnmikið. Umferðin um Suðurlandið jókst um ríflega 22 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Kraftmikill Kia Stinger frumsýndur

Kia Stinger hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þessi nýi og spennandi grand tourismo bíll verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Kia Stinger er fjögurra dyra, kraftmikill, fjórhjóladrifinn sportbíll og með honum setur Kia ný viðmið í hönnunar- og framleiðslusögu fyrirtækisins.