Fréttir

Fyrirhugaðar eldsneytishækkanir auka útgjöld heimilanna umtalsvert

Fyrirhugaðar skattahækkanir á eldsneyti í frumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar hafa verið í umræðunni síðustu daga í fjölmiðlum. Ef þessar hækkanir verða að veruleika mun útsöluverð á bensínlítra hækka í 214,3 krónur og verð á dísillítra fara í 218,85 krónur. Þetta kemur fram í útreikningum sem FÍB vann fyrir Morgunblaðið fyrr í þessari viku. Verðið miðast við sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð hjá N1 og Olís.

Kannið olíustöðuna á 1.000 km fresti

Það þarf rétt eldsneyti, rétta smurolíu og viðeigandi viðhald til að tryggja eðlilega endingu og mjúkan gang bensín- og dísilvéla. Sérfræðingar frá þýska skoðunarfyrirtækinu DEKRA, sem er öflugasta bílaskoðunarfyrirtæki Evrópu, segja að gott eftirlit og viðhald dragi verulega tíðni alvarlegra vélarbilana.

Vegfarendur varaðir við snjóflóðahættu með SMS

Vegagerðin hefur komið á fót viðvörunarkerfi með SMS-skeytum um snjóflóðahættu til vegfarenda sem leið eiga um Ólafsfjarðarmúla.

Dagsverk með félagsmönnum í yfir 30 ár

FÍB hefur átt mjög gott samstarf við Dagsverk ehf á Egilsstöðum í yfir þrjá áratugi. Dagur Kristmundsson stofnandi og eigandi fyrirtækisins hefur verið ,,kallinn í brúnni” allan þennan tíma.

Fórnarlamba umferðarslysa verður minnst

Árlega láta lífið yfir 3500 einstaklingar og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll,sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Aljóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn með athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á sunnudaginn kemur, 19. nóvember.

Brimborg innkallar Ford Kuga

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á Ford Kuga bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2012 - 2014.

Of hratt ekið í Norðfjarðargöngum

Vinnu við Norðfjarðargöngin er ekki lokið þótt þau hafi verið opnuð fyrir umferð á laugardaginn var. Næstu daga verður unnið við að steypa gólf í neyðarrýmum en verktakar eru í vandræðum í göngunum vegna umferðarhraðans sem þar er.

Umferðartafir kosta þjóðfélagið mikið fé

Í umfjöllun Morgunblaðsins um að bílaumferðin hafi aldrei verið meiri á höfuðborgarsvæðinu segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að kvörtunum vegna umferðatafa á umræddu svæði hafi farið fjölgandi síðustu ár.

Neytendur spara milljarða í eldsneytisútgjöldum vegna innkomu Costco

Varlega áætlað má gera ráð fyrir að innkoma Costco á olíumarkaðinn hafi lækkað eldsneytisverð að meðaltali á landinu öllu um 10 krónur á lítra. Þessi 10 krónu lækkun sparar neytendum 3,5 milljarða króna á einu ári eða nálægt 10.300 krónur á hvern íbúa á Íslandi.

Nýr þjónustuaðili FÍB í Ólafsvík

FÍB býður félagsmönnum uppá vegaaðstoð víða um land þar sem boðið er uppá dekkjaaðstoð, startaðstoð, eldsneytisaðstoð og dráttarbílaþjónustu.