Fréttir

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins hefur ekki áhyggjur af markaðnum

Septembermánuður var þriðji mesti í sölu bifreiða hér á landi frá 2008. Þegar hátt í tíu mánuðir eru liðnir af árinu hafa 16.400 bifreiðar verið seldar. Í samtali við Maríu Jónu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins í Morgunblaðinu í dag hefur hún ekki áhyggjur af markaðnum.

Hyundai merki ársins

Hyundai Motor er farsælasta „merki ársins 2018“ (Brand of the Year 2018) að mati yfirdómnefndar Red Dot Design Award sem tilkynnt hefur fyrirtækinu um aðalverðlaunin í ár sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Berlín þann 26. október.

Toyota umhverfisfyrirtæki ársins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent í gær við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota og veitti Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota þeim viðtöku við athöfn í Hörpu.

Samdráttur í sölu nýrra fólksbíla

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram í viðtali við Egil Jóhannsson, forstjóra Brimborgar, að hann ætli að sala á nýju bílum hafi dregist saman um 30% á síðustu 3-4 vikum. Samdrátturinn hafi byrjað eftir að gengi krónunnar fór að gefa eftir í lok sumars. Miðgengi evru er í dag 137 krónur, borið saman við 123 krónur í byrjun ágúst. Bent er á að innkaupverð á bíl sem kostar t.d. 20 þúsund evrur hafi hækkað um 280 þúsund krónur.

Vistvænir bílar auka hlutdeild sína

Í september voru alls 1.074 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, 21,4 prósentum færri en í sama mánuði 2017 þegar nýskráðir voru 1.366 bílar. Sé aðeins litið til bílakaupa einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) í mánuðinum var samdrátturinn meiri eða 26,1% miðað við september 2017. Frá áramótum hafa alls 17.502 fólks- og sendibílar verið nýskráðir og er það 11,9% samdráttur miðað við fyrstu níu mánuði síðasta árs þegar alls 19.869 bílar höfðu verið nýskráðir.

Audi þarf að greiða risasekt

Þýskir dómstólar komust að þeirri niðurstöðu í morgun að sekta þýska bílaframleiðandann Audi, sem er dótturfyrirtæki Volkswagen, um 800 milljónir evra sem samsvarar um 108 milljörðum íslenskra króna vegna útblásturs frá bílum fyrirtækisins sem sýndu minni útblástur en hann í raun var. Þar er átt við V6- og V8 dísilvélar sem Audi smíðaði og settar voru á markað með óviðeigandi hugbúnaðaraðgerð.

Einstakur lúxus í Renault EZ-ULTIMO

Á bílasýningunni í París á dögunum sýndi Renault hugmyndabílinn EZ-ULTIMO, alsjálfvirkan, nettengdan og rafknúinn „leigubíl“ í lúxusflokki sem er hugsaður fyrir viðskiptavini sem velja fágætisþjónustu og einstaka upplifun á stórborgarsvæðum. Bíllinn er mannlaus og kemur sjálfur á pantaðan áfangastað.

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 2. nóvember 2018. Þetta er sautjánda ráðstefnan, en ráðstefnunni er ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess rannsókna- og þróunarstarfs, sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Flokkur ráðherrans á móti vegtollum fyrir kosningar

Enn á ný er umræða farin af stað um vegtolla en samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp þess efnis eftir áramót. Ráðherra mælti samtímis í gær á Alþingi bæði fyrir fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Ennþá vantar fjármuni upp á til að mæta kröfum úr öllum landshlutum eins og kom fram í umfjöllun Stöðvar 2.

Hagnýtar upplýsingar birtast ökumanni og farþegum á bílrúðum

Hyundai Motor hefur fjárfest í svissneska frumkvöðla- og hátæknifyrirtækinu WayRay AG sem gera WayRay kleift að flýta þróun sinni á tækni sem veitir alveg nýja nálgun við veitingu margvíslegra hagnýtra upplýsinga og birtingu ökuleiðsagnar.