Fréttir

Slysum fækkaði og hraðinn lækkaði hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra

Mikill þungi var lagður í umferðaröryggismál hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra á liðnu ári. Sérstök umferðardeild var sett á fót innan embættisins sem hafði það að megin markmiði að ná niður umferðarhraða í umdæminu og fækka þar með umferðarslysum. Nú liggur niðurstaða ársins fyrir og er ánægjulegt frá því að segja að mjög vel tókst til, mikil fjölgun í kærðum umferðalagabrotum og veruleg fækkun umferðarslysa sem hvorugt á sér fordæmi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

FIA og alþjóða ólympíuhreyfingin í samstarf

Alþjóðasamtök bifreiðaeigenda, FIA, og Alþjóða ólympíuhreyfingin, IOC, hafa undirritað samstarfssamning sem lítur að því að hægt verði að nálgast efni FIA, svo sem á mótorsporti og vegaöryggi. Ólympíska stöðin verður aðgengileg á heimasíðu IOC, í gegnum snjallforrit og á sjónvarpsstöð hreyfingarinnar. Samningurinn er talinn geta ýtt undir meira áhorf og fleiri styrktaraðila til framtíðar litið.

Einsleitni á eldsneytismarkaði kosti neytendur hundruð milljónir á ári

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að einsleitni á eldsneytismarkaði hér á landi kosti neytendur mörg hundruð milljónir á hverju ári. Olíufélögin sjái ekki hag í því að keppa um viðskiptavini. Þetta kom fram í viðtali við Runólf í kvöldfréttum RÚV.

Toyota innkallar 2245 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2245 bifreiðar af gerðunum Yaris árg 2015 -2018 (1556 eintök), Hilux árg 2015 til 2018 (176 eintök), Auris árg 2003 til 2008 (317 eintök) og Corolla árg 2003 til 2008(23 eintök).

Einungis tveir af tíu með endurskin

Unglingar standa sig betur en þeir fullorðnu í notkun á endurskinsmerkjum en þetta kemur fram í könnun hjá VÍS sem unnin var í unglingadeild í grunnskóla og á vinnustað.Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu og munaði þar mestu um endurskin á töskum.

Reglur hertar um hámarkslosun nýrra bíla hjá ESB

Nú stendur fyrir dyrum að settar verði hertari reglur sem lítur hámarkslosun nýrra bíla en Evrópusambandið hefur unnið að reglugerð í þessu efnum í þó nokkurn tíma. Markmiðið með þessum hertari reglum er að draga úr útblæstri koltvísýrings innan aðildarþjóða sambandsins.

Veggjöld ekki heppileg fjármögnunarleið

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu um síðustu helgi undir yfirskriftinni ,,Stórátak í vegaframkvæmdum – Fjármögnun“ segir greinahöfundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur, að hans mati eru veggjöld í þeirri útfærslu og tilgangi sem nú er rætt um ekki heppileg leið og ekki til þess fallin að viðtæk sátt náist um hana.

BMW afhenti yfir 140 þúsund bíla með rafmótor á síðasta ári

Á síðasta ári afhentu umboðsaðilar BMW og Mini um allan heim 142.617 hreina raf- og tengil tvinnbíla, 38,4% fleiri en 2017. Samstæðan áætlar að í lok þessa árs verði bílar með rafmótor frá fyrirtækinu að minnsta kosti hálf milljón talsins í umferðinni, en BMW er í fremstu röð framleiðenda rafvæddra bíla í lúxusflokki.

BL Hyundai innkallar 66 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai Kauptúni 1 í Garðabæ, að innkalla þurfi 66 Hyundai KONA EV bifreiðar sem framleiddar voru árið 2018. Ástæða innköllunar er forritunargalli í loftpúðaheila. Viðgerð felst í því að endurforrita loftpúðaheilann.

Skattar af bílum og umferð skila nú þegar miklum tekjum í ríkissjóð

Bílar og umferð standa nú þegar undir allri uppbyggingu og rekstri vegakerfisins og gott betur. Engin þörf er á aukinni skattheimtu með vegtollum til að standa undir því. Hér eru 10 staðreyndir og ábendingar.