Fréttir

Ökumenn gefi sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina

Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan og mikill umferðarþungi því samfara á vegum landsins. Lögð er þung áhersla á að ökumenn gefi sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina.

Langflestir ökumenn til mikillar fyrirmyndar

Umferðareftirlit er viðamikill hluti af starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvergi hefur verið slakað á í þeim efnum í sumar. Umferðin hefur almennt gengið vel fyrir sig í umdæminu og vonandi verður svo áfram.

Hringvegurinn allur með bundnu slitslagi

Vegagerðin hefur hleypt umferð á nýjan veg í botni Berufjarðar á Austurlandi. Þarna er um að ræða 4,9 km langan vegarkafla sem nú er með bundið slitslag. Þetta eru tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem Hringvegurinn allur er með bundnu slitslagi.

Dregur úr umferðaraukningunni

Umferðin í nýliðnum júlí á Hringvegi jókst um 1,4 prósent. Þetta er minnsta aukning í umferðinni í þessum mánuði síðan árið 2012. Útlit er fyrir að aukning umferðar í ár í heild gæti numið 2,7 prósentum sem að sama skapi væri minnsta aukning síðan árið 2012. Samdráttur í umferð mælist á Austurlandi. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.