Fréttir

Útlit fyrir minnstu aukningu síðan 2012

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst mjög lítið eða um 0,4 prósent. Umferðin frá áramótum hefur einungis aukist um 1,2 prósent og útlit er nú fyrir að heildaraukningin í ár geti numið 2,4 prósentum, samkvæmt reiknilíkani Vegagerðarinnar. Það yrði þá minnsta aukning síðan árið 2012. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Toyota innkallar 185 Proace

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 185 Toyota Proace bifreiðar af árgerðum 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggisbelti farþegamegin virki ekki sem skyldi við ákveðnar aðstæður.

Frumsýning á Mazda CX-30

KYNNING: Brimborg frumsýnir glænýjan og ríkulega búin Mazda CX-30 með nýrri M-Hybrid tækni í Reykjavík og á Akureyri laugardaginn 14. september. Mdownloadazda CX-30 er glænýr bíll í jeppalínu Mazda og kemur sem viðbót við CX-3 og CX-5 sem hafa slegið í gegn á Íslandi.

VW ID.3 kynntur til leiks

Eftir margra mánaða bið hefur VW loks svipt hulunni af nýjasta rafmagnsbílnum ID.3.

Tesla opnar á Íslandi

Eftir langa bið hefur ný þjónustumiðstöð rafbílaframleiðandans Tesala hefur verið opnuð að Krókhálsi í Reykjavík.

Vanrækslugjald á hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi