Fréttir

Vegagerðar appið aflagt

Vegagerðarappið verður lagt niður þar sem notkun þess stóðst engan vegin væntingar og kostnaður er töluverður. Bæði er nokkur kostnaður við rekstur appsins og einnig við óhjákvæmilega áframhaldandi þróun til að viðhalda því. Notendur kjósa frekar að nota vef Vegagerðarinnar fyrir þessar upplýsingar.

BL ehf. innkallar 144 Nissan Micra

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um að innkalla þurfi 144 Nissan Micra bifreiðar af árgerð 2016 - 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðabelgir farþegamegin virki ekki sem skyldi.

Eldsneytisverðið lækkaði um krónu í Costco

Áhrifa árásar á olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina er lítillega farið að gæta hér á landi. Lítrinn af eldsneyti lækkaði þó um eina krónu í Costco í Garðabæ í gær en á sama tíma hækkaði hann um 1,50 - 2,50 krónur á öðrum sölustöðvum.

Með veggjöldum sé verið að skattleggja næst stærsta útgjaldalið heimilanna

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sagði í morgunútvarpi á Rás 2 í morgun að 90% af ferðum í höfuðborginni til og frá vinnu séu farnar með einkabíl. Fram kom ennfremur í máli Runólfs að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 40 þúsund á síðustu árum á meðan lítið hafi verið um samgönguframkvæmdir. Farþegum í strætisvögnum hafa hlutfallslega ekki fjölgað mikið.

Endurbótum lokið á Þingvallavegi

Nýr vegarkafli á Þingvallavegi var formlega opnaður í gær eftir miklar endurbætur í því skyni að auka umferðaröryggi samfara stóraukinni umferð um svæðið. Um er að ræða átta km vegarkafla frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg.

Dagsektir lagðar á dekkjaverkstæði

Neytendastofa gerði könnun í aprílmánuði 2019, á upplýsingagjöf dekkjaverkstæða. Skoðaðar voru vefsíður 15 dekkjaverkstæða á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Olíuverð hækkar í kjölfar árásar á olíumannvirki í Sádi-Arabíu

Það gekk eftir eins og spáð var að heimsmarkaðsverð myndi hækka mikið eftir árás sem gerð var á olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina. Í nótt hækkaði verð á Brent olíu um 12 Bandaríkjadali tunnan en það er hæsta verð sem sést hefur síðan 1988. Hækkunin nemur um 20%. Nú í morgunsárið tók hins vegar verðið að lækka en þrátt fyrir það nemur hækkunin núna um 10%.

Vegtollar geta orðið 400 þúsund krónur á hvern bíl

Vegtollar á höfuðborgarsvæðinu, sem samgönguráðherra hefur kynnt sveitarfélögunum, geta orðið 400 þúsund krónur á ári fyrir mjög marga bíleigendur, einkum þá sem búa í úthverfum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélögum.

Trúir því ekki að óreyndu að yfirvöld ætli sér að taka upp veggjöld

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segist ekki trúa því að óreyndu að yfirvöld ætli sér að taka upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna samgönguframkvæmdir og Borgarlínu. Runólfur segir að ef þetta verði að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum fengið á sig auknar álögur sem gætu numið á bilinu 30-40 þúsund á mánuði. Þetta kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Veggjöld á helstu stofnæðar til að fjármagna samgönguframkvæmdir

Á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem kynnt var framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kom fram að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu. Ríkið mun selja landið að Keldum til að fjármagna framkvæmdirnar. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum á RÚV.