Fréttir

Minni umferð í febrúar á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum febrúar mánuði reyndist tæplega prósenti minni en í febrúar fyrir ári síðan. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 3,5 prósent. Umferðin í síðustu viku var aðeins minni en í vikunni áður en meira en í sömu viku fyrir ári af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Stór innköllun hjá Hyundai víða um heim

Suður-Kóreanski bílaframleiðandinn Hyundai hefur gripið til þess ráðs að innkalla um 76 þúsund eintök Kona EV á síðustu vikum. Innköllunin er til komin vegna bruna sem upp hafa komið í 15 bifreiðum af þessari tegund í S-Kóreu, Kanada, Finnlandi og í Austurríki. Ljóst er að þetta ferli mun kosta Hyundai háar fjárhæðir en skipta þarf um rafhlöðu í bílunum.