Fréttir

Kílómetragjald tryggir að allir sem nota vegakerfið taka þátt í uppbyggingu þess

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, hefur lengi hvatt til þess að tekið verði upp einfaldara kerfi þar sem skattar og gjöld á bíla haldast í hendur við það hve mikið hvert ökutæki er notað. Sú leið sem FÍB myndi vilja fara fæli í sér að fella niður öll þau gjöld sem í dag eru lögð á ökutæki og eldsneyti en innheimta kílómetragjald sem reiknað væri með aflestri af mæli. Þetta er þess meðal annars sem kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra, FÍB, í Bílar í Morgunblaðinu.

Reykjanesbraut lokað vegna malbiksframkvæmda

Vegna malbikunarframkvæmda verður Reykjanesbraut lokuð fyrir umferð frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík, að álverinu í Straumsvík, frá klukkan 20:00 miðvikudaginn 16. nóvember og til klukkan 20:00 fimmtudaginn 17. nóvember. Til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 20. nóvember

Sunnudaginn 20. nóvember er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.

16 hleðslustöðvar í níu sveitarfélögum á Vestfjörðum

Orkubú Vestfjarða og e1 hafa undirritað samstarfssamning varðandi umsjón og þjónustu fyrir allar hleðslustöðvar Orkubúsins á Vestfjörðum. Orkubú Vestfjarða hóf vegferðina fyrir orkuskiptin á Vestfjörðum árið 2017 með fyrstu hleðslustöð fyrirtækisins og í dag rekur fyrirtækið net hleðslustöðva víðsvegar um Vestfirði en alls eru þetta 16 stöðvar í 9 sveitarfélögum.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað

Umferðin í október á höfuðborgarsvæðinu reyndis nánast sú sama og í október í fyrra, en hún jókst um 0,1 prósent. Ólíkt Hringveginum er ekki útlit fyrir að umferðarmetið frá árinu 2019 verði slegið í ár á svæðinu en búast má við að í heild verði umferðin 2022 um einu prósenti minni en metárið 2019. Þetta kemur fram í tölum frá Vegarðinni.

Frumvarp um sjálfvirk gjaldhlið og vegtolla á höfuðborgarsvæðinu sett á ís

Á opnum fundi félaga sjálfstæðismanna í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ, Selási- Ártúns- og Norðlingaholti sl. þriðjudagskvöld, 1. nóvember, var meðal frummælenda Vilhjálmur Árnason formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Mikil andstaða kom fram á fundinum varðandi fyrirhugaða vegtolla á höfuðborgarsvæðinu.

Verna nýr tryggingavalkostur

Verna er nýtt tryggingatæknifélag hér á landi sem býður nýjungar í bílatryggingum. Verna stefnir að því að vera breytingarafl á tryggingamarkaði með þróun snjalltrygginga sem draga úr áhættu í umferðinni og einfalda fólki lífið. Með appi tryggingafyrirtækisins stýra viðskiptavinir verðinu og keyra það niður með bættum akstri.