Fréttir

Ökumenn ekki sektaðir vegna nagladekkjanotkunar í þessari viku

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna fyrirspurna um sektir vegna aksturs á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu er því til að svara að ekki verður farið í að sekta ökumenn af þeim sökum í þessari viku.

Metumferð í apríl á Hringvegi

Met var sett í umferðinni á Hringvegi í apríl en aldrei hefur mælst jafnmikil umferð í þeim mánuði. Umferðin frá sama mánuði í fyrra jókst um tæpt 21 prósent. Umferðin reyndist 8,5 prósentum meiri en hún hefur áður mælst í apríl. Umferðin jókst mest á Austurlandi en í mælisniði á Mýrdalssandi jókst umferðin um heil 170 prósent að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Ívilnun virðisaukaskatts á tengiltvinnbifreiðar lýkur 6. maí

Ívilnun virðisaukaskatts við innflutning tengiltvinnbifreiða mun leggjast af í lok dags þann 6. maí 2022, sbr. XXIV. bráðabirgðaákvæði við lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988 að því er fram kemur í tilkynningu frá tollayfirvöldum

Auglýsingar um tilboð á notuðum bílum

Neytendastofa skoðaði vefsíður bílasala með notaða bíla í júlí 2021. Tilgangur skoðunarinnar var að athuga hvort þar væru að finna tilboðsauglýsingar á bifreiðum án þess að fram kæmi fyrra verð. Skoðaðar voru 72 vefsíður og kom í ljós að tilefni var til athugasemda við 53 þeirra.

Góð bílasala fyrstu fjóra mánuði ársins

Bílasala fyrstu fjóra mánuði ársins er með ágætasta móti en nýskráningar í fólksbifreiðum er rúm 60% meiri samanborið við sama tíma á síðasta ári. Þegar rýnt er í nýskráningar voru þær flestar í mars, alls 1.451, en í apríl voru þær 1.403. Þetta kemurr fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki

Samgöngustofa vekur athygli á að með reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja hafa ökutæki í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum fengið nýjan skoðunarmánuð. Skal nú og framvegis færa þau til skoðunar eins og þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis, sem þýðir að skoðunarmánuðurinn er maí. Þetta á við um húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki. Vanrækslugjald leggst á óskoðuð ökutæki í þessum flokkum þann 1. ágúst.