13.03.2023
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um 12% milli ára frá áramótum. Umferðin í borginni í febrúar jókst einnig um 12% milli ára, mest á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku.
10.03.2023
Bensínlítrinn á Íslandi er 20 krónum yfir lítraverðinu í Noregi þar sem verðið er næst hæst. Íbúar í 6 löndum borga undri 200 krónum fyrir lítrann.
07.03.2023
Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar á um 5,6 km kafla milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Einnig er inni í verkinu bygging fimm brúarmannvirkja og einna undirganga úr stáli.
07.03.2023
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kynnt var í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær kemur fram að að taka verði á stefnumörkun Vegagerðinnar fastari tökum og kröfur um gæði og öryggi eigi að vera í öndvegi
06.03.2023
Nýtt met var sett í febrúarumferð á Hringvegi (1), en aldrei áður hafa fleiri ökutæki verið mæld í febrúar. Umferðin reyndist þó aðeins 0,3% meiri en fyrra met, frá árinu 2020. Ef umferðin er borin saman við sama mánuð á síðasta ári, reyndist aukningin vera tæp 22%. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
02.03.2023
Bílasala fer ágætlega af stað á þessu ári en nýskráningar nýrra fólksbifreiða fyrstu tvo mánuði ársins liggja nú fyrir. Nýskráningar eru alls 1.668 talsins en voru yfir sama tíma á síðasta ári 1.766 sem er samráttur sem nemur 5,5%. Bílar til almennra notkunar voru 68,3% og til bílaleiga tæp 31%.
01.03.2023
Ný skoðunarhandbók ökutækja tekur gildi þann 1. mars næstkomandi. Handbókin leysir af hólmi núverandi skoðunarhandbók sem tók gildi 1. maí 2017. Nýja handbókin er að langstærstu leyti sambærileg þeirri eldri hvað varðar skoðunaratriði, skoðunaraðferðir, tækjabúnað og dæmingar.