Fréttir

Kia undirbýr framleiðslu á rafknúnum sendibílum

Kia tók á dögunum  fyrstu skóflustunguna að sérhannaðri verksmiðju fyrir framleiðslu sérsmíðaðra rafbíla. Athöfnin var haldin hjá Hwaseong-verksmiðju Kia, í héraðinu Gyeonggi í Suður-Kóreu. Rúmlega 200 manns voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal fulltrúar stjórnvalda, Euisun Chung, stjórnarformaður Hyundai Motor Group, Ho Sung Song, forstjóri Kia, og annað starfsfólk Hyundai Motor Group og fulltrúar íhlutageira bílaiðnaðarins.

Hægst hefur á nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum

Hægst hefur á nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Fyrstu vikuna í apríl var töluverður samdráttur, eða um tæp 28%, miðað við sama tíma á síðasta ári.

Dekk1 sektað vegna viðskiptahátta á tilboðum á dekkjum

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Dekkja- og bílaþjónustunni ehf., rekstraraðila dekk1.is, vegna viðskiptahátta félagsins. Málið sneri að auglýsingum og kynningum á tilboðum á dekkjum í tengslum við Cyberviku félagsins, vísun til svokallaðs „gámatilboðs“ og tilboði á dekkjum sem tóku gildi eftir að Cyberviku félagsins lauk að því er fram kemur í tilkynningu Neytendastofu.

Ákærður fyrir að falsa kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-málinu

Ákæra í máli bílaleigunnar Procar var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Haraldur Sveinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar, er einn ákærður. Hann játaði sök við rannsókn málsins en hann mætti ekki fyrir dóminn. Haraldur Sveinn er ákærður fyr­ir skjalafals og til vara fjár­svik. RÚV greindi fyrst frá.

Viðskiptaráðherra geri þá kröfu að olíufélögin skili verðlækkun á heimsmarkaði til íslenskra neytenda

Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segir afar brýnt að olíufélögin hér á landi taki þátt í baráttunni gegn verðbólgu og skili verðlækkun á heimsmarkaði til íslenskra neytenda. Olíufélögin hafi ekki gefið fullnægjandi skýringar á verðmun hér og í Danmörku. Þetta kom fram í máli ráðherra í viðtali í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Samkeppniseftirlitið segir eldsneytisverð hátt í alþjóðlegum og evrópskum samanburði

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að eldsneytisverð gæti verið lægra hér ef samkeppnin væri meiri. Verðið sé hátt í alþjóðlegum og evrópskum samanburði þegar opinber gjöld hafa verið dregin frá. Þetta kemur fram í viðtali við Gunnar Pál á ruv.is

Fjölbreytt bílasýning hjá ISBAND

ISBAND umboðsaðili Jeep, RAM og Fiat á Íslandi, efnir til fjölbreyttrar og glæsilegrar bílasýningar laugardaginn 15. apríl. Sýningin er í sýningarsal ÍSBAND að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og verður opin frá kl. 12:00 – 16:00

Endurskoðun á vetrarþjónustu kynntar hjá Reykjavíkurborg

Tillögur stýrihóps um endurskoðun á vetrarþjónustu voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Hlutverk stýrihópsins var að greina hvar þörf er á breytingum til að stuðla að skilvirkari þjónustu og hagkvæmni í rekstri. Fram kemur að ljúka á snómokstri, að jafnaði, innan tveggja sólarhringa eftir að snjókomu lýkur.

Flest slys og óhöpp verði á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar

Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis.

Athugasemdir FÍB við ummæli forstjóra Skeljungs um bensínverð

FÍB undrast hvernig Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, reynir að afvegleiða umræðu um óeðlilega hátt bensínverð hér á landi með þeim ummælum að hér á landi séu ekki reknar olíuhreinsistöðvar. Því sé ekki rétt að miða útsöluverð á eldsneyti við verðsveiflur á heimsmarkaðsverði hráolíu. Þessu hélt Þórður fram í viðtali við RÚV þann 10. apríl.