Fréttir

Suðurlandsvegur - framkvæmdir á lokametrunum

Framkvæmdir við Suðurlandsveg, Hringveg (1), milli Hveragerðis og Selfoss eru á lokametrunum og vonast er til að hægt verði að hleypa umferð á þann kafla sem enn er eftir um miðjan maí. Það fer þó eftir veðri hvenær hægt verður að malbika síðasta spottann.

130 ökutæki fengu akstursbann eftir að nýjar reglur tóku gildi

Eftir að nýja skoðunarhandbókin tók gildi 1. mars sl.voru 130 ökutæki sett í akstursbann í mars mánuði einum að aflokinni lögbundinni skoðun samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu og fram kemur í Morgunblaðinu. Þetta er nærri tvöföldun milli ára en 64 ökutæki voru kyrrsett í mars í fyrra. Harðara er tekið á ýmsum atriðum við skoðun bíla en verið hefur.

Ný lög um leigubifreiðaakstur

Ný lög um leigubifreiðaakstur nr. 120/2022 tóku gildi 1. apríl sl. Markmiðið með lögunum er að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Þá er lögunum ætlað að tryggja að íslenska ríkið uppfylli skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum).

Metumferð á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars jókst um ríflega átta prósent frá sama mánuði fyri ári síðan. Þetta er metumferð og reyndist umferðin 7,5 prósentum meiri en í fyrra metári sem var árið 2019. Umferðin fyrstu mánuði ársins hefur aukist um heil 11 prósent og er það einnig met fyrir árstímann að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Enn metumferð á Hringvegi

Samkvæmt nýjum tölum frá Vegagerðinni heldur umferðinni áfram að aukast mikið á Hringveginum. Hún jókst um 13 prósent í mars og hefur umferðin þá aukist verulega í öllum mánuðum þessa árs. Umferðin hefur aldrei verið meiri en hún reyndist núna eða 3,5 prósentum meiri en í mars árið 2018.

3.496 nýskráningar fyrstu þrjá mánuði ársins

Þegar þrír mánuðir eru liðnir af þessu ári er Tesla söluhæsta bílategundin. Nýskráningar eru 620 í Tesla og bara í marsmánuði einum voru þær 443. Hlutdeild Tesla er 17,2% af markaðnum að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Samið um malbikun upp á 1,7 milljarða

Samið hefur verið við Colas Ísland um malbikun á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi árin 2023 og 2024 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Skrifað var undir samninginn fyrr í vikunni að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegarðinni.

Rafskútuleigur í París heyra sögunni til

Rafskútuleigur í París heyra sögunni til. Þetta var ljóst eftir niðurstöður í atkvæðagreiðslu sem íbúar Parísar tóku þátt í. Samningar við rafskútufyrirtæki verða ekki endurnýjaðir. Bannið mun ekki ná til rafskúta í einkaeigu en rafskútur til leigu hfa notið mikilla vinsælda og þótt góður ferðamáti.