Fréttir

Kaup­endur raf­bíla muni geta sótt um styrk úr Orku­sjóði

Einstaklingar og fyrirtæki geta frá næstu áramótum sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Bílaumferð dróst saman um tæplega þriðjung

Bílaumferð á götum borgarinnar verið með lægsta móti í gærmorgun , 24. október, líklega að stærstum hluta til í tengslum við verkfall kvenna og kvár sem mættu í miðborgina eftir hádegið. Magn bílaumferðar milli kl. 7 og 9 í gærmorgun var um 28% minna á 66 teljurum innan Reykjavíkur í samanburði við sama tímabil síðasta þriðjudag.

Gæti verið fordæmisgefandi

Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum hefur kveðið upp þann úrskurð að tryggingartaki bifreiðar sem varð fyrir tjóni eigi rétt á að fá tjónið bætt með greiðslu áætlaðs viðgerðarkostnaðar ásamt virðisaukaskatti. Tryggingafélagið hafði áður hafnað kröfu viðkomandi þar um en Morgunblaðið fjallaði um málið í helgarútgáfu blaðsins.

Eldsneytisverðstríð á Suðurlandi

Atlantsolía reið á vaðið og lækkaði eldsneytisverð aðfaranótt laugardagsins á Selfossi. Fram að þessu hefur eldsneytisverð hjá Atlantsolíu verið lægst á Sprengisandi í Reykjavík, Kaplakrika í Hafnarfirði og á Akureyri. Annars staðar hefur verið afsláttarverð með bensínlykli fyrirtækisins. Bensínlítrinn kostar nú 294,7 krónur. Orkan greip til sama ráð um helgina á Selfossi og kostar bensínlítrinn það sama og hjá Atlantsolíu. Segja má að verðstríð sé hafið í eldsneytissölu á Suðurlandi.

Ekki allt klappað og klárt hjá Smurstöðinni Klöpp í verðkönnun á umfelgun

FÍB birti þann 16. október verðkönnun á umfelgun hjá 35 dekkjaverkstæðum víða um land.

Langflestar nýskráningar í hreinum rafbílum

Nýskráningar fólksbíla eru 5,2% meiri það sem af er árinu, samanborið við árið á undan. Alls eru nýskráningar 14.197 en var á sama tíma í fyrra 13.491. Langflestar nýskráningar eru í hreinum rafmagnsbílum, hlutfall þeirra er 42,7%.

Kia kynnir þrjá nýja rafbíla

Suður kóreski bílaframleiðandinn Kia kynnti á dögunum á árlegum rafbíladegi þrjá nýa rafbíla. Bílarnir undirstrika um leið metnaðurfulla stefnu Kia um að vera í fararbroddi í þróun og innleiðingu rafbílabyltingarinnar.

Umsögn FÍB - frumvarp til laga um kílómetragjald

Áform um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar bifreiða (gjaldtaka aksturs hreinorku- og tengiltvinnbifreiða) sem sett var í samráðsgátt stjórnvalda er liðinn. Þar gafst félögum og almenningi kostur á að senda inn umsagnir um frumvarpið og bárust alls 52 umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Allt að 76% verðmunur á umfelgun

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, kannaði verð á umfelgun hjá 35 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Tesla að innkalla 1,1 milljón bíla í Kína vegna bilunar í hemlakerfi

Rafbílaframleiðandinn Tesla er að innkalla 1,1 milljón bíla í Kína vegna bilunar í hemlakerfi, skrifar bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg með vísan til kínverska markaðseftirlitsins. Þetta samsvarar nánast öllum Tesla bílum sem seldir eru í Kína, skrifar Bloomberg.