Fréttir

Nýir vegir og ný brú á Norðurlandi vestra formlega opnuð

Vegagerðin opnaði í vikunni formlega nýjan Þverárfjallsveg, nýjan kafla á Skagastrandarvegi og nýja, tvíbreiða brú yfir Laxá í Refasveit. Klippt var á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandavegar að viðstöddu fjölmenni.

Kia EV9 frumsýndur um helgina

Rafjeppinn Kia EV9 verður frumsýndur næstkomandi laugardag kl 12-16 í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13. Kia EV9 er byggður á hinum byltingarkennda E-GMP undirvagni (Electric Global Modular Platform) sem veitir kraftmikil afköst.

Stöðumælasektir ekki lengur á pappír

Bílastæðasjóður Reykjavíkur hættir frá og með þriðjudeginum 7. nóvember að prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bifreiða. Þess í stað birtast álagningarseðlar í heimabanka umráðamanns eða eiganda bifreiðar og inn á persónulegu pósthólfi viðkomandi á Ísland.is.

Tæplega helmingur þjóðarinnar er jákvæður gjaldtöku í formi kílómetragjalds

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 10. til 27. október 2023 voru Íslendingar spurðir um viðhorf til kílómetragjalds. Þar kemur í ljós að um 47% þjóðarinnar eru jákvæð, 21% eru hvorki jákvæð né neikvæð og 32% eru neikvæð gagnvart frumvarpi um gjaldtöku í formi kílómetragjald vegna aksturs hreinorku- (þ.e. rafmagns- og vetnisbíla) og tengiltvinnbifreiða (e.hybrid).

Umferð eykst á höfuðborgarsvæðinu og á Hringvegi

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um 2,8 prósent í október. Þótt þetta sé heldur minni aukning en sást á Hringveginum í sama mánuði var eigi að síður slegið umferðarmet. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um 4,5 prósent Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

Vega- og samgöngurannsóknarstofnun Svíþjóðar mælir gegn heilsársdekkjum

Heilsársdekk eru umtalsvert verri en venjuleg vetrar- og sumardekk óháð yfirborði vegar. Við hálku aðstæður í vetrarfærð teljast dekkin ónothæf til aksturs á sænskum vegum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá VTI, vega- og samgöngurannsóknarstofnun Svíþjóðar, sem unnin var í samvinnu við tryggingafélagið Folksam.

Bílrúður brotnuðu á nýjum vegakafla á Þverárfjallsvegi

Vegfarendur hafa orðið fyrir tjóni á nýjum vegakafla á Þverárfjallvegi. Vegagerðinni hafa borist hátt í tuttugu tjónatilkynningar vegna brotinna bílrúða á þessum vegkafla síðan vegurinn var opnaður í september.

Minni ívilnanir vegna rafbíla muni draga úr eftirspurn

Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafbílum munu hafa í för með sér að þær munu aðeins eiga við bíla sem eru nýskráðir hér á landi. Þetta kemur fram í bréfi lögmanns bílainnflytjanda en þar segir meðal annars að með breytingunum sé gert upp á milli stærri bílaumboða og smærri söluaðila á markaðinum. Morgunblaðið fjallar um málið í dag.

Ráðstefna - framtíðin í flutningum og samgöngum

Árleg ráðstefna Millilandaráðanna verður 7. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 14 til 17. Þema ráðstefnunnar í ár er The future of transportation – framtíð flutninga og samgangna. Framúrskarandi sérfræðingar á sviði flutninga og samganga flytja erindi á þessari árlegu ráðstefnu Millilandaráðanna.

Ný brú yfir Þorskafjörð formlega opnuð

Ný brú yfir Þorskafjörð hefur formlega verið tekin í notkun. Klippt var á borða á brúnni að viðstöddu fjölmenni í gær. Óhætt er að setja að mikil gleði hafi ríkt við athöfnina, enda um að ræða miklar samgöngubætur fyrir þetta svæði sem tengir það betur við landið allt.