10.06.2025
Hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hélt því fram í viðtali við Morgunblaðið 14. maí síðastliðinn að vægi ökutækjatrygginganna hér á landi væri það minnsta í samræmdri vísitölu neysluverðs á Norðurlöndunum. Ekki fylgdi sögunni hvað þau ummæli áttu að segja lesendum.
10.06.2025
Árið 2024 voru heildar iðgjaldatekjur af skaðatryggingum 91 milljarður króna og rekstrarkostnaður rúmlega 17 milljarðar. Hlutfall kostnaðar af tekjum var um 19%. Fyrir 9 árum, 2016, var þetta kostnaðarhlutfall svipað, eða 21%.
06.06.2025
„Afkoma af tryggingum lökust á Íslandi.“ Þetta var fyrirsögn viðtals í Morgunblaðinu 14. maí við hagfræðing Samtaka fjármálafyrirtækja. Þar sagði hann að afkoma tryggingafélaga af vátryggingastarfseminni hafi verið neikvæð á sjö ára tímabili 2017-2023.
06.06.2025
Umferðin um lykilmælisnið Vegagerðarinnar á Hringveginum í nýliðnum maí jókst um tæp þrjú prósent frá því fyrir ári síðan. Aldrei hefur mælst meiri umferð í þessum mánuði frá upphafi mælinga. Útlit er nú fyrir að umferðin á Hringvegi muni aukast um fimm prósent í ár, sem telst mikil aukning.
06.06.2025
Vegagerðin, í samvinnu við nokkur sveitarfélög, hefur látið kortleggja umferðarhávaða frá umferðarþyngstu vegum í þéttbýlum landsins. Niðurstöður kortlagningarinnar eru aðgengilegar í kortasjá og á vef Umhverfis- og orkustofnunar (UOS). Þar má m.a. sjá vísbendingar um hvar umferðarhávaði er yfir æskilegum mörkum. Gögnin nýtast jafnframt sem grunnur að aðgerðaáætlun sveitarfélaga til að draga úr umferðarhávaða. Kortin má sjá hér: Hávaðakort (í kortasjá) og kort ásamt tilheyrandi greinargerðum (pdf)
06.06.2025
Japanska bílafyrirtækið KG Motors gaf út á dögunum nýjan og skemmtilegan rafmagnsbíl sem kallast MiBot. Þessi litli og krúttlegi rafmagnsbíll hefur aðeins eitt sæti og er því ekki hægt að taka farþega með.
05.06.2025
FÍB gerir athugasemdir við yfirlýsingu Heiðrúnar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, SFF. Þar hafnar Heiðrún gagnrýni FÍB á tilraunir hagfræðings SFF til að hafa letjandi áhrif á samkeppni á vátryggingamarkaði.
05.06.2025
FÍB hefur lengi gagnrýnt tryggingafélögin fyrir oftekin iðgjöld bílatrygginga, sem eru notuð til að byggja upp bótasjóð til að mæta óvissu í tjónagreiðslum vegna umferðarslysa. Á máli tryggingafélaganna kallast bótasjóðurinn vátryggingaskuld. Þessi sjóður stendur nú í 75 milljörðum króna og gefur tryggingafélögunum árlega dágóðar fjármagnstekjur af skattfrjálsum höfuðstól.
04.06.2025
Síðastliðin þrjú ár hafa lögboðnar bílatryggingar skilað tryggingafélögunum 7,8 milljarða króna hagnaði. Þá er eingöngu verið að tala um hagnað af iðgjaldagreiðslum, ekki af fjármagnstekjum.
04.06.2025
FÍB hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna tilrauna hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) til að hafa skaðleg áhrif á samkeppni í viðskiptum við tryggingafélögin.