02.06.2025
Óveður í kortunum og gæti komið til lokana
Vegagerðin vekur athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum frá Veðurstofu Íslands sem nú eru í gildi og vara fram eftir þriðjudegi. Á morgun, þriðjudaginn 3. júní, eru viðvaranir um allt land og töluverðar líkur á samgöngutruflunum. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.