Eldri fréttir

Óveður í kort­unum og gæti komið til lokana

Vegagerðin vekur athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum frá Veðurstofu Íslands sem nú eru í gildi og vara fram eftir þriðjudegi. Á morgun, þriðjudaginn 3. júní, eru viðvaranir um allt land og töluverðar líkur á samgöngutruflunum. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Land Rover fær ekki rispur – bara ör

Land Rover er eitthvað sem Ingólfur Stefánsson þekkir vel, verið lengi með jeppaferðir og þá framan af helst bara á Land Rover og hefur sjálfur átt um 19 af þeirri gerð. Svo fann hann draumabílinn sinn Discovery I Windsor árgerð 1997 og þar sem hann á líka nýjan Defender árgerð 2023 var hann beðinn um að bera saman þann gamla og nýja.

Framkvæmdir á Sæbraut

Hafin er vinna vegna vegriðauppsetningar á miðeyju á Sæbraut i Reykjavík, á milli Skeiðarvogs og Súðarvogs.