Bílaprófun: Renault Talisman

Renault Talisman er bíll ársins 2017 á Íslandi að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). Dómarar hrifust af lágu grunnverði, ríkulegum staðal- og aukabúnaði, sparneytni, útliti, mjúkum aksturseiginleikum... Já, í raun bara öllu. Fyrir þá sem ekki þekkja Talisman þá er þetta ný tegund frá Renault sem leysir hinn þjóðþekkta Laguna af hólmi. 

Renault Talisman bílaprófun

Bílaprófanir FÍB eru framkvæmdar af Róberti Má Runólfssyni, bílablaðamanni og Stefáni Ásgrímssyni, ritstjóra.