Bílferðalag um Frakkland og meginland Evrópu

Ert þú að fara á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu í Frakklandi? Hyggstu nota ferðina og fara í bílferðalag í Frakklandi í leiðinni? Kvíðirðu fyrir því að aka í Frakklandi eða í útlöndum almennt? Hér koma fáein ráð til þín sem eiga eftir að gagnast þér vel.

Ekkert að óttast

Það er engin ástæða til að láta sér vaxa það í augum að keyra í Frakklandi og fleiri Evrópulöndum. Almenn umferðarmenning er þar ágæt. Frönsk stjórnvöld tóku sér tak í umferðarmálum fyrir um áratug. Öll fræðsla og áróður um nauðsyn góðrar hegðunar í umferðinni var mjög aukin og þung áhersla lögð á að áfengi og akstur mætti ekki fara saman, vegir voru bættir, sem og vegmerkingar, þekktum og líklegum slysastöðum í vegakerfinu var útrýmt og umferðareftirlit og umferðarstjórn stórlega bætt. Árangurinn lét ekki á sér standa: Almennt viðhorf til umferðarinnar og umferðarhegðunar tók jákvæðri breytingu og dauðaslysum og alvarlegum umferðarslysum stórfækkaði. Nú er umferðin í Frakklandi orðin ein sú öruggasta í Evrópu.

Á þessari síðu sjást vegalengdir og allt um tollavegi o.fl http://www.autoroutes.fr/en/routes.htm

Hér er að finna upplýsingar um flest það sem ber að hafa í huga við akstur og leigu á bílaleigubíl í Frakklandi og meginlandi Evrópu. Þú getur prentað út 15 blaðsíðna upplýsingaskjal í link hér að neðan og haft með þér á ferðalaginu.

Bílferðalag um Frakkland 

ÁFRAM ÍSLAND!