Nýtt FÍB Blað er í dreifingu

Fyrsta tölublað FÍB-blaðsins á þessu ári mun berast félagsmönnum FÍB á allra næstu dögum. Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni eins og allan jafnan.

Meðal þess sem fjallað er um í blaðinu er hugmyndin um að setja upp gjaldhlið á vegina inn og út úr Reykjavík og rukka vegtolla af vegfarendum og verja þeim til endurbóta og viðhalds í vegakerfinu sem orka mjög tvímælis.

Þá er birt ný gæða- og öryggiskönnun á sumarhjólbörðunum 2017. Rafbílavæðingin fær sitt rými í blaðinu lesendum til upplýsinga og fróðleiks.

Elsti félagsmaðurinn í FÍB er heimsóttur og hefur hann frá mörgu skemmtilegu að segja. Eins og endranær er bílaprófun FÍB á sínum stað og þar segir m.a. frá kynningarakstri á Skoda Kodiac.

Blaðið inniheldur skemmtilegt efni og fróðlegar fréttir af fólki og bílatengdu efni.

FÍB Blaðið er í dreifingu þessa dagana til félagsmanna að auki er blaðið aðgengilegt hér á heimasíðu FÍB fyrir félagsmenn.