Vetrardekkjakönnun FÍB 2016/2017

Með fáeinum símtölum og einfaldri leit á Netinu eru mörg dæmi um 25- og jafnvel 50 þús. kr. mun á hæ…
Með fáeinum símtölum og einfaldri leit á Netinu eru mörg dæmi um 25- og jafnvel 50 þús. kr. mun á hæsta og lægsta verði

Eins og svo oft áður eru það gamalkunnu hjólbarðategundirnar sem flestir telja gæðategundir (Premium) sem standa sig hvað best í þessari árlegu prófun á vetrardekkjum sem hæfa eiga vel vetrarfærinu á Norðurslóðum. En ódýrar tegundir ættaðar frá Asíu og víðar hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár og sumar þeirra orðnar prýðilegar. Í ár er því úrvalið betra en oft áður og hægt að finna fleiri ágætis vetrarhjólbarða meðal þeirra ódýrustu, sem auðvitað er gleðilegt.
Við viljum hvetja félagsmenn FÍB og alla bifreiðaeigendur að láta ekki hjólbarðakaup sín ráðast af auglýsingaskrumi heldur kynna sér vel þessa könnun og aðrar svipaðar hlutlausar og óháðar hjólbarðakannanir og leita síðan eftir þeim hjólbörðum sem best hæfa eigin akstursaðstæðum og bifreiðanotkun og finna hvar verðið er hagstæðast. Með fáeinum símtölum og einfaldri leit á Netinu eru mörg dæmi um 25- og jafnvel 50 þús. kr. mun á hæsta og lægsta verði á dekkjaganginum undir heimilisbílinn á einni og sömu tegund og gerð vetrarhjólbarða.

Löglegt tímabil fyrir nagladekk er frá 1. nóvember til 14. apríl ár hvert.
Nagladekk eru bönnuð frá 15. apríl til 31. október.
Vakin er athygli á því að samkvæmt lögum ber ökumaður ábyrgð á því 
að aka um á dekkjum sem eru í samræmi við aðstæður hverju sinni, óháð árstíðum

Góð lesning: Vetrarakstur 
Góð lesning: Umfelgun verðkönnun


Þessi vetrardekkjakönnun leiðir enn og aftur skýrt í ljós: Þegar ísing og svell liggja á vegum bera negldu dekkin af þeim ónegldu, sérstaklega í hemlun. Þegar tilraunabílnum var nauðhemlað (ABS-hemlun) á 50 km hraða á svelli, stöðvaðist hann á 39,7 metrum á negldu Nokian dekkjunum. Á óneglda Michelin vetrardekkinu sem var best þeirra ónegldu að þessu leyti, stöðvaðist bíllinn 55,7 metrum.
Í snjó hinsvegar jafnast þessi munur milli negldra og ónegldra dekkja að mestu leyti út. Neglda Hankook dekkið reyndist þannig hemla best í snjó. Á 80 km hraða þurfti það 49,5 metra til að stöðvast. Continental, það besta ónegldu dekkjanna, þurfti 52,9 metra til að stöðvast.

Góð lesning: Hjólbarðar
Góð lesning: Afsláttarkjör til FÍB félagsmanna á dekkjum
Samanburður:Vetrardekkjakönnun 2015/2016

Í þessari könnun eru eftirfarandi tegundir metnar:
Nagladekk
1. Continental IceContact 2 einkunn 8,6
2. Nokian Hakkapeliitta 8 einkunn 8,6
3. Bridgestone Noranza 001 einkunn 8,4
4. Pirelli Ice Zero einkunn 8,3
5. Hankook Winter I*Pike RS+ einkunn 8,2
6. Goodyear Ultragrip Ice Arctic einkunn 8,1
7. Gislaved Nord Frost 200 einkunn 7,7
8. Michelin X-Ice North 3 einkunn 7,7
9. Toyo Observe G3-Ice einkunn 7,4
10. Kumho WinterCraft Ice Wi31 einkunn 7,0

Ónegld dekk
1. Continental ContiVikingContact 6 einkunn 7,6
2. Nokian Hakkapeliitta R2 einkunn 7,5
3. Goodyear Ultra Grip Ice 2 einkunn 7,4
4. Michelin X-Ice XI 3 einkunn 7,4
5. Bridgestone Blizzak WS80 einkunn 7,0
6. Sava Eskimo Ice einkunn 6,9
7. Hankook Winter i*cept IZ2 einkunn 6,8
8. Pirelli Ice Zero FR einkunn 6,7
9. Landsail Winter Lander einkunn 6,5
10. Yokohama Ice Guard ig50 Plus einkunn 6,5
11. Nankang Ice Activa Ice-1 einkunn 6,3

Hjólbarðakönnun 2016/2017 í heild sinni

Ath. Könnun er í FÍB Blaðið 2 tbl. 2016 þar er ítarleg greining og verðkönnun á dekkjunum.