Fréttir

Meðlimir í ADAC tæplega 22 milljónir

Á ársfundi þýska bílaklúbbsins ADAC, sem haldin var í Bremen á dögunum, kom fram að félagsmenn í klúbbnum eru 21,8 milljónir. Meðlimum hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum sem staðfestir þá stefnu samtakanna að bæta stöðugt þjónustu við félagsmenn, fjárfesta í nýjum verkefnum, auk þess að bæta við þjónustusvæðum.

Um 41% samdráttur í nýskráningum

Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 4.148 það sem af er þessu ári. Á sama tíma í fyrra voru þær 7.020 svo um er að ræða um 41% samdrátt. Nýskráningar til ökutækjaleiga er um 60% og til almennra notkunar 40%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Yfirvofandi hærri tollar á rafbílum frá Kína í Evrópu

Evrópusambandið hefur verið með til skoðunar að hækka tolla á innfluttum rafbílum frá Kína. Athugun á málinu hófst í október á síðasta ári þar sem leitast er við að meta hvort kínverskir BEV-útflytjendur njóti góðs af ósanngjörnu samkeppnisforskoti og hvort þessi innflutningur ógni vaxandi evrópskum rafbílaiðnaði.

Nýtt bílavörumerki kynnt

Bílabúð Benna hélt sýningu um helgina þar sem nýtt bílavörumerki, KGM var kynnt. KGM tekur við af hinu gamalgróna SsangYong sem Íslendingar þekkja vel. Sýningin fór fram á í sýningarsal KGM á Krókhálsi 9.

Nýjar vegmerkingar ryðja sér til rúms

Nýjar útfærslur á vegmerkingum (vegleiðurum) hefur rutt sig rúms hér á landi. Um er meðal annars að ræða stálplatta sem settir eru niður í malbik og hafa innbyggt endurskin. Þessi nýja útfærsla hefur reynst afar vel fyrir framan hraðahindranir.

Kerfin veita aukið öryggi á vegum

Ný öryggiskerfi verða „ómetanleg” til að auka öryggi á vegum, að sögn Björns Thunblads umferðarstjóra á lögreglusvæðinu á austurströnd Svíþjóðar En hann varar við því hvað geti gerst ef ökumaður sýnir ekki fulla athygli við aksturinn.

Miklar tollahækkanir á kínverska rafbíla í Bandaríkjunum

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að grípa til mikilla hækkunar á tollum á vörum frá Kína. Hækkununum er sérstaklega beint að rafbílum, stáli og rafhlöðum. Tollar á rafbílum munu hækka úr 25% í 100%.

Bókleg almenn ökupróf rafræn um allt land

Frá og með 16. maí 2024 verða bókleg almenn ökupróf rafræn um allt land. Allir ökunemar munu framvegis taka próf til B-réttinda á tölvutæku formi hjá prófamiðstöð Frumherja.

Ástæður loftmengunar í Reykjavík greindar á málþingi

Málþing fyrir borgarbúa um loftgæði í borginni var haldið í vikunni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar æddu sérfræðingar um áhrif loftmengunar og um aðgerðir til að draga úr henni í borginni. Málþingið var haldið fyrir tilstuðlan umhverfis- og skipulagsráðs og heilbrigðisefndar Reykjavíkur. Ástæður loftmengunar voru greindar og hvað þurfi að gera til að draga úr uppsprettu hennar.

Brimborg Bílorka með hraðhleðslustöðvar vítt og breitt um landið

Brimborg Bílorka opnaði nýlega tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið.