Eldri fréttir

Bygging nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi

Bygging nýrrar Ölfusárbrúar hefur verið í umræðunni að undanförnu og virðist sem svo að bygging hennar sé í uppnámi. Ein ástæðan er sú að illa gengur að mæta því skilyrði Alþings að veggjöld standi undir kostnaði.

Lítilsháttar aukning í sölu hjá Volvo þrátt fyrir óvissu á markaði

Sala á Volvo Cars jókst um 1% milli ára í september og nam 62.458 bílum, sagði sænski bílaframleiðandinn á miðvikudag á sveiflukenndum og óvissutímum á markaði.

Þriðjungur Dana getur ekki hlaðið rafbíl heima 

Yfir þriðjungur Dana getur ekki hlaðið rafbíl við heimili sitt. FDM stingur upp á "hleðslurétti" að norskri fyrirmynd, sem tryggir rafbílaeigendum rétt til að setja upp eigin eða sameiginlegar hleðslustöðvar heima.

Tesla eykur markaðshlutdeild í Svíþjóð

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur aukið markaðshlutdeild sína í Svíþjóð á þessu ári þrátt fyrir vinnudeilur sem hafa beinst að fyrirtækinu í næstum heilt ár, samkvæmt gögnum um bílasölu frá Norðurlöndunum sem birtust í upphafi vikunnar.

98 hleðslustöðvar ON væntanlegar í Kópavog

Hleðslustöðvar Orku náttúrunnar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni og eru þær fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða settar upp í haust.

BYD innkallar tæplega 97.000 rafbíla í Kína

Kínverski bílaframleiðandinn BYD hefur tilkynnt um innköllun á næstum 97.000 rafbílum vegna framleiðslugalla í stýrisstjórnbúnaði sem gæti valdið eldhættu. Innköllunin nær til Dolphin og Yuan Plus rafbíla sem voru framleiddir í Kína á tímabilinu nóvember 2022 til desember 2023. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínverska markaðseftirlitinu (SAMR) sem var birt var um helgina.

13 hafa látist í umferðarslysum

Það sem af er árinu hafa 13 látið lífið í umferðarslysum sem er það mesta um sjö ára skeið. Síðasta banaslysið átti sér stað um helgina þegar ekið var á gangandi vegfaranda nærri gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar.

Hefja sölu á Xpeng á Íslandi

Bílaumboðið Una, sem hefur umboð fyrir XPENG hér á landi, opnaði sýningarsal sinn á Vínlandsleið 6-8 um síðustu helgi. Til sýnis verða þrír XPENG rafmagnsbílar en það eru P7, G9 og G6. Bílaumboðið Una er systurfélag Öskju en bæði bílaumboðin eru í eigu Vekru.

Hemja þarf rányrkju bílastæðafyrirtækja á ferðamannastöðum

Á meira en 30 áfangastöðum ferðamanna víða um land eru að jafnaði rukkaðar 1.000 kr. fyrir að leggja bíl. Ef ekki er gengið frá greiðslu samdægurs fær bíleigandinn senda kröfu um 4.500 kr. vangreiðslugjald til viðbótar. Á flestum þessara staða er nýlega byrjað að rukka fyrir bílastæði sem áður voru gjaldfrjáls, án þess að nokkuð hafi breyst sem útskýrir eða réttlætir gjaldtökuna.

Umferð eykst ekki jafn hratt á höfuðborgarvæðinu

Umferðin á höfuborgarsvæðinu í ágúst jókst um tæp þrjú prósent sem er u.þ.b. meðaltalsaukning. Umferðin það sem af er ári hefur aukist minna en á sama tíma og í fyrra. Nú lítur út fyrir að umferðin á svæðinu í ár aukist um 3,3, en heldur dregur úr umferðaraukningu frá því í fyrra að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.