Fréttir

Skylt er að skrá stöðu kílómetramælis fyrir 20. janúar 2024

Kílómetragjald á rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla tók gildi 1. janúar og fyrsti gjalddagi er 1. febrúar næstkomandi. Fjármála- og efnahagsráðherra lagði frumvarpið fram í nóvember og var það samþykkt á Alþingi fyrir jólafrí. Þetta kemur fram á heimasíðu skattsins ásamt öðum upplýsingum þessu máli tengdu. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Framkvæmdir vegna Arnarnesvegar á áætlun

Framkvæmdir við Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, hófust um miðjan ágúst. Undanfarið hefur verið unnið að breikkun Breiðholtsbrautar sunnan núverandi vegar samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Ný vegrið komin á 12 brýr af 20 í vegriðsátaki

Tæplega tólf hundruð brýr á Íslandi heyra undir Vegagerðina. Þar af eru 654 einbreiðar brýr og 532 tvíbreiðar brýr, eða samtals um 31 kílómetri af brúm. Meðalaldur brúa er 45 ár en þriðjungur þeirra er orðinn meira en 60 ára gamall. Árið 2019 setti Vegagerðin af stað átak í vegriðsmálum þar sem gerð var öryggisúttekt á 900 brúm. Helstu áhættuþættir voru metnir en sérstök áhersla var lögð á að taka út ástand og öryggi vegriða til að meta hvar brýnast væri að skipta út eldri vegriðum fyrir ný og sterkbyggðari vegrið sem uppfylla gildandi öryggisstaðla.

Salt til hálkuvarna fyrir íbúa

Hægt er að nálgast salt til hálkuvarna á tólf stöðum í borginni en undanfarna daga hefur skapast mikil hálka á götum og stígum borgarinnar. Fólk er hvatt til að nýta sér þessa þjónustu Reykjavíkurborgar. Starfsfólk vetrarþjónustu borgarinnar hefur verið með viðbúnað vegna hálkunnar, sem hefur falist í að salta götur ásamt göngu- og hjólaleiðum eins ört og unnt er.

Þjónusta Vegagerðarinnar

Þjónusta Vegagerðarinnar um hátíðirnar verður með nokkuð hefðbundnu sniði. Á www.umferdin.is er að finna upplýsingar um færð.

Nagladekk nú fáanleg til leigu

N1 hefur hafið leigu á nagladekkjum sem er nýlunda hér á landi. Þessi þjónusta gæti reynst bíleigendum góður kostur og veitt mikið öryggi þegar þeir hyggja á ferðlag í þeim vetraraðstæðum sem nú eru á landsbyggðinni. Margir verða á ferðinni nú um jólahátíðina og þá er spurning hvort bíllinn sé fullbúinn fyrir þær aðstæður sem eru á leiðinni.

Grindavíkurvegur einbreiður í gegnum varnargarð

Búið er að opna fyrir umferð um Grindavíkurveg fyrir íbúa Grindavíkur og viðbragðsaðila. Bílar sem koma frá Grindavík eru í rétti. Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega og virða allar merkingar.

Nýskráningar nálgast 17 þúsund

Hægt hefur aðeins á nýskráningum fólksbíla eftir sem liðið hefur á desembermánuð. Nýskráningar eru nú orðnar alls 16.680 en voru á sama tíma í fyrra 15.970. Nýskráningar í desember eru alls 585 en voru á sama leyti í í fyrra 738. Það verður spennandi að sjá hvort sala á nýjum bílum fer yfir 17 þúsund bíla fyrir árslok.

Sjö bílar í úrslit um bíl ársins

Tilnefningar til bíl ársins 2024 liggja nú fyrir. Bílarnir voru valdir af dómnefnd sem samanstendur af 59 bílablaðamönnum frá 22 löndum. Úrslit verða tilkynnt á bílasýningunni í Genf mánudaginn 26. febrúar 2024. 28 gerðir bíla voru tilnefndir í upphafi en nú hafa sjö þeirra tryggt sér inn í úrslitin.

Kílómetragjald á rafbíla samþykkt á Alþingi

Á lokadegi Alþingis fyrir jólaleyfi voru samþykkt lög um kílómetragjalds sem kveða á um að af bíl sem knúinn er rafmagni eða vetni verði greitt kílómetragjald að fjárhæð sex krónur fyrir hvern ekinn kílómetra, en kílómetragjald af tengilbifreið verður tvær krónur á kílómetra.