Fréttir

Volvo segir upp hundruðum starfamanna

Um mánaðarmótin sagði sænski bílaframleiðandinn Volvo upp 650 starfsmönnum og öðrum 300 til viðbótar um næstu áramót. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eru ástæður uppsagnanna skipulagbreytingar en fyrirtækið ætlar að leggja meiri áherslu á framleiðslu rafbíla í framtíðinni. Aukin fjárfesting verður lögð í rafbíla og í hug- og vélbúnað þeim tengdum.