Fréttir

Mercedes-Benz EQS verður flaggskip þýska bílaframleiðandans

Lúxusrafbíllinn Mercedes-Benz EQS mun koma á markað á næsta ári og verður hann flaggskip rafbílaflota þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz kemur fram með nýjan arkitektúr á næsta ári sem byggir á rafmagni. Þýski lúxusbílaframleiðandinn mun setja margar gerðir bíla á markað á næsta ári sem allir verða hreinir rafbílar og framleiddir af EQ deild Mercedes-Benz. Með þessum áætlunum ætlar Mercedes-Benz sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu.

Framkvæmdir hafnar við ný gatnamót Borgartúns og Snorrabrautar

Framkvæmdir eru að hefjast við ný gatnamót Borgartúns og Snorrabrautar, sem mun laga þau betur að núverandi gatnakerfi. Í stað beygju á Borgartúni verður það framlengt út að Snorrabraut og í fyrsta áfanga á að opna fyrir hægri beygjur.

Malbik stóðst ekki kröfur

Malbik sem lagt var á nokkra kafla á höfuðborgarsvæðinu í sumar, þar á meðal á Kjalarnesi, stóðst ekki kröfur sem til þess eru gerðar í útboði Vegagerðarinnar og munar miklu. Tveir einstaklingar á bifhjóli létu lífið á þessum vegakafla 28. júní í sumar. Kröfur um holrýmd stóðust ekki og heldur ekki kröfur um viðnám að útlögn lokinni. Þetta er niðurstaða fyrstu rannsóknar á malbikskjörnum frá fimm köflum sama útboðs. Sýni voru rannsökuð hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og hjá VTI í Svíþjóð. Frekari rannsóknir fara nú fram.

Volvo getur selt mengunarkvóta

Vegna mikillar sölu Volvo á tengiltvinnbílum verður meðal útlosun koltvísýrings seldra Volvo bíla vel undir 95 grömmum á hvern ekinn kílómetra (95 g/km) í ár. Bílaframleiðendur á markaði í Evrópu verða að ná meðal koltvísýringslosun seldra fólksbíla niður í 95 g/km á þessu ári en eiga að öðrum kosti yfir höfði sér þungar sektir standist þeir ekki viðmiðið.

Sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst

Umferðin á Hringvegi í september dróst saman um heil 16,3 prósent sem er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Þannig að um gríðalega mikinn samdrátt er að ræða. Þetta er þess sem kemur meðal annars fram í tölum frá Vegagerðinni

Greiddu á aðra milljón í hraðasektir

Óvenju margir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og greiddu þeir samtals á aðra milljón króna í sekt. Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Framtíðarsýn um sjálfbæra orkuframtíð

„Nýrri Orkustefnu fylgir skýr framtíðarsýn um sjálfbæra orkuframtíð. Það eru dýrmæt og mikilvæg tímamót að þverpólitísk sátt hafi náðst um framtíðarsýn, leiðarljós og tólf meginmarkmið Íslands í orkumálum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Umferðin í september mun minni en fyrir ári

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í september dróst saman um 4,4 prósent frá sama mánuði í fyrra. Þótt umferðin sé meiri en í ágúst er þetta mikill samdráttur í mánuðinum. Frá áramótum nemur samdrátturinn ríflega átta prósentum og það stefnir í algeran metsamdrátt í umferðinni í ár eða meira en þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Fjárfestingar í innviðum samgöngukerfisins

Framlög til samgöngumála í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021, sem lagt var fram í gær, nema ríflega 56,2 milljörðum króna sem er um 10,7 milljarða aukning frá gildandi fjárlögum eða 23,6%. 35.525 milljarðar króna fara til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu sem er hækkun um 31,4% frá síðasta ári.

Nýorkubílar standa enn fyrir meirihluta bílakaupa

Á fyrstu níu mánuðum ársins seldust alls 7268 nýir fólksbílar. Það er um 26,1% færri bílar en á sama tíbili í fyrra. Í septembermánuði einum seldust 1014 nýir fólksbílar sem gerir um 41,8% fleiri bílar en í sama mánuði í fyrra eftir því sem fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.