Fréttir

Askja innkallar Mercedes-Benz A-Class bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 24 Merceds-Benz A-Class. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að affallshosa fyrir miðstöðina sé ekki tengd.

Uppsetningu á kantlýsingu lokið í Hvalfjarðargöngum

Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið og verður gerð loka úttekt á þeim í næstu viku. Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum. Orkuvirki sá um uppsetningu ljósanna sem eru með 25 metra millibili í göngunum.

Frumsýna nýjan Kia Sorento á Facebook

Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi á morgun verður jeppinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum.

Steypt slitlag á brú yfir Steinavötn

Steypt slitlag var lagt út á nýja brú yfir Steinavötn í Suðursveit nú í vikunniSteypta slitlagið er 50 mm þykkt og um 100 MPa að styrk. Það eru Ólafur Wallevik og starfsmenn RB á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Helga Ólafssyni brúarhönnuði hjá Vegagerðinni, sem í sameiningu hafa þróað þetta steypta slitlag á brýr.

Heimsending á reynsluakstri

ílaum­boðið BL hef­ur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskipta­vin­um sem kjósa að fá send­an nýj­an sótthreinsaðan reynsluakst­urs­bíl heim að dyr­um í stað þess að gera sér ferð í sýn­ing­ar­sali fyr­ir­tæk­is­ins við Sæv­ar­höfða, Hest­háls eða Kaup­tún.

Íkvekjuhætta kom fram í Ford Kuga tvinnbílum – unnið að lausn málsins

Ford bílaframleiðandinn hefur í tilkynningu greint frá því að eftir yfirgripsmikið prófunarferli við þróun Kuga endurhlaðanlega tvinnbílsins hafi komið í ljós að nokkur fjöldi af þessari bílategund hefur lent í vandræðum með að loftræsa hita frá háspennu í rafhlöðunni.

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október 2020. Opnunin verður með óvenjulegu sniði í ljósi þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu. Stutt athöfn fer fram klukkan 14 í húsnæði Vegagerðarinnar Borgartúni 7 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun halda ræðu sem útvarpað verður í þá bíla sem bíða þess að aka í fyrsta sinn í gegnum göngin.

Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir

Í kjölfar útboðs útboðs fyr­ir hönd lög­reglu­embætt­anna á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um hefur Ríkiskaup tekið lægsta til­boði Brim­borg­ar um kaup á 17 nýj­um Volvo lög­reglu­bif­reiðum að verðmæti yfir 200 millj­ón­ir króna.

Stór innköllun á tengiltvinnbílum hjá BMW

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur orðið að grípa til stórrar aðgerða vegna innköllunar á tengiltvinnbílum frá fyrirtækinu. Komið hefur í ljós íkveikjuhætta í rafhlöðum bílanna sem framleiddir voru á tímabilinu 20. janúar til 18. september á þessu ári. Um er að ræða yfir 26 þúsund bíla.

Amazon kaupir rafmagnsbíla til að auka hagkvæmni

Amazon hefur pantað 1.800 Mercedes-Benz rafmagns atvinnubíla til að lækka kolvetnisspor fyrirtækisins og auka hagkvæmni í rekstri sínum. Meirhluti bílanna mun fara í notkun strax á þessu ári. Um er að ræða 1.200 eSprinter rafmagns atvinnubíla og 600 eVitos bíla.