Fréttir

Rafræn rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Árleg Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður rafræn í ár en hún fer fram föstudaginn 30. október. Ráðstefnan er sú 19. í röðinni en hún hefur skapað sér sérstöðu í ráðstefnuhaldi hér á landi. Fáar ráðstefnur bjóða upp á jafn fjölbreytileg umfjöllunarefni en þau falla undir fjóra flokka; mannvirki, umferði, umhverfi og samfélag.

Raunhæft að við verðum orðin óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050

Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir formaður starfshóps stjórnvalda um Orkustefnu til næstu þrjátíu ára telur raunhæft Ísland verði orðið óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050. Þetta kom fram á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn

Fyrstu eintök af Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu.

Fallið frá mislægum gatnamótum við Arnarnesveg

Vegagerðin ætlar að breyta útfærslu fyrirhugaðra vegamóta við Arnarnesveg og Breiðholtsbraut. Fallið er áformum um mislæg gatnamót en í stað þess verða sett ljósstýrð gatnamót eins og fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Minnkandi tekjur hjá Vaðlaheiðargöngum

Um tuttugu prósenta samdráttur er í tekjum Vaðlaheiðarganga hf. fyrstu átta mánuði ársins og vantar þar tæpar sextíu milljónir króna. Þetta hefur áhrif á greiðslugetu félagsins af láni til ríkissjóðs sem hefjast um mitt næsta ár. Þetta kemur fram á ruv.is

Samkomutakmarkanir og minni umferð

Umferð á höfuborgarsvæðinu í síðustu viku var 21 prósenti minni en í sömu viku fyrir ári síðan og átta prósentum minni en í vikunni þar á undan. Í umfjöllun Vegagerðarinnar segir að líklegt má telja að auknar samkomutakmarkanir og hvatning sóttvarnaryfirvalda til fólks um að vera sem minnst á ferð að óþörfu skili sér í þessum samdrætti í umferð.

Starfsmenn Vegagerðarinnar eru harmi slegnir

Vegna umræðu um öryggi á vegum að undanförnu vill forstjóri Vegagerðarinnar koma því á framfæri að starfsmenn eru harmi slegnir yfir banaslysi á Kjalarnesi í júnilok og því að slíkar aðstæður hafi getað skapast við venjubundið viðhald á vegum. Vegagerðin vinnur nú að umfangsmikilli endurskoðun á öllum ferlum sem lúta að yfirlögnum á vegakerfinu. Markmið þeirrar vinnu er að tryggja að slys sem þetta geti ekki komið fyrir aftur.

Hátt í sex hundruð hraðakstursbrot við skólana

Frá því að grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu tóku aftur til starfa í ágúst hefur lögreglan verið með aukið eftirlit við skólana í umdæminu og þar sem þekkt er að börn þurfi að þvera veg til að komast til og frá skóla, en meðal annars hefur verið notast við ómerkta lögreglubifreið með hraðamyndavélabúnaði við eftirlitið.

Leggur til kílómetragjald – líst illa á hugmyndir um umhverfisgjald

Í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun kom fram í máli Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, að honum líst illa á hugmyndir tveggja þingmanna Vistri grænna um að veita sveitarfélögum heimild til að innheimta umhverfisgjöld, meðal annsr af mengandi bílum.

Metnaðarleysi ráðamanna algjört – hingað og ekki lengra

Í fréttaskýringaþættinum Kveik á Ríkissjónvarpinu, þar sem tekið er á málefnum bæði innanlands og utan, var í gærkvöldi til umfjöllunar ástandið á vegakerfi landsins og annað sem að því lítur. Það hefur ekki farið framhjá þeim sem um vegi landsins fara að ástand þeirra er afar báborið víða. Uppbygging og alla lagfæringu á þessu sviði hefur skort um árabil. Þetta ástand hefur víða skapað mikla hættu og mörg slys og óhöpp má beinlínis rekja til slæms ástands vega. Vegir eru holóttir, það eru djúp hjólför í þeim, og svo hefur malbik og klæðningar á vegum skapað hættu eins og dæmin hafa sannað á síðustu misserum.