Fréttir

Askja innkallar 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælimiðilslögn sé ekki rétt staðsett sem gæti valdið hættu lendi bifreiðin í tjóni.

Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður

Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður. Aðeins tók tvo daga að ryðja í gegnum skaflana sem á köflum voru tveir og hálfur metri á hæð. Í fyrra tók verkið fjóra daga og stálið víða fimm metra þykkt.

Úrskurðanefnd Bílgreina

Á síðasta ári var formlega kynnt að Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefði samþykkt formlega Úrskurðarnefnd bílgreina samkvæmt lögum um frjálsa úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019. Nú hefur nefndin formlega hafið störf. Úrskurðarnefnd bílgreina tekur til meðferðar og úrskurðar, eftir því sem samþykktir gera ráð fyrir, hvers konar kvartanir frá neytendum, bæði innanlands og yfir landamæri, vegna kaupa á vöru og/eða þjónustu af fyrirtækjum innan Bílgreinasambandsins.