Fréttir

Óeðlilegar hækkanir á iðgjöldum bílatrygginga

Útttekt FÍB sýnir að iðgjöld bílatrygginga hafa hækkað óeðlilega mikið á sama tíma og umferðarslysum hefur fækkað. Munurinn er sláandi; iðgjöld ábyrgðartrygginga hafa hækkað um 38% frá 2015 en á sama tíma hefur slösuðum fækkað um 23% og umferðarslysum um 15%. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í FÍB blaðinu sem var að koma úr prentun og er að berast félagsmönnum þessa dagana.

Fróðleiksmoli um hreinsun gatna

Nokkuð hefur verið rætt um hreinsanir gatna að undanförnu. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur m.a. gert greiningu á því hvert fyrirkomulag gatnahreinsana sé á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur nokkuð verið kvartað undan tíðni og gæðum. Í því samhengi hefur verið rætt um skert loftgæði.

Afstaða ADAC í Þýskalandi til kílómetrasvindls

Víðs vegar í Evrópu er algengt að átt sé við kílómetramæla bíla. Þetta er mikið vandamál fyrir neytendur þar sem auðvelt er að skrúfa niður kílómetrateljarana. Í Þýskalandi einu áætlar ADAC (Samtök þýskra bifreiðaeigenda) að um tvær milljónir kaupenda notaðra bíla séu sviknir árlega og að það kosti þýska neytendur um sex milljarða evra.

Tesla Model 3 mest seldi rafbíllinn þriðja árið í röð

Tesla Model 3 var söluhæsti rafbíllinn á síðasta ári en þessi tegund seldist í 370 þúsund eintökum. Þetta er þriðja árið í röð sem Tesla Model 3 trónir í efsta sætinu og er uppgangur fyrirtækisins einstakur.Kínverskir rafbílaframleiðendur eru að verða mjög umfangsmiklir á þessum markaði.

Ökumenn sektaðir fyrir nagladekkjanotkun frá og með 11. maí

Í tilkynningu umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fljótlega verði farið að sekta ökumenn bifreiða sem eru búnar nagladekkjum.

Umferðin frá áramótum á Hringvegi hefur aukist um nærri 14 prósent

Umferðin á Hringvegi í nýliðnum apríl mánuði jókst um 37,2 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 13,6 prósent frá því í fyrra en dregist saman um tæp sjö prósent frá því sem hún var árið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Daimler og Volvo í samstarf um framleiðslu á eldsneytiskerfi

Daimler Truck AG og Volvo Group hafa hafið samstarf um framleiðslu á eldsneytiskerfi fyrir ökutæki sem nota vetni sem eldsneyti. Eldsneytiskerfið er fyrst og fremst hugsað fyrir stóra vetnisknúna atvinnubíla sem ætlaðir eru til lengri ferðalaga. Þessir tveir stóru bílaframleiðendur hafa stofnað til samstarfs sem kallast cellcentric í kringum þessa þróunarvinnu.

BL innkallar Hyundai Kona EV vegna mögulegrar hitamyndunar í háspennurafhlöðu

Hyundai Motor Company hefur tilkynnt BL, umboðsaðila framleiðandans hér á landi, að fyrirhugað sé að skipta um háspennurafhlöður í tilteknum fjölda rafbíla af gerðinni Kona EV sem framleiddir voru á tímabilinu maí 2018 til mars 2020 í verksmiðjunni í Ulsan í S-Kóreu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Þriðjungi meira ekið í apríl á höfuðborgarsvæðinu en í fyrra

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum apríl mánuði reyndist nærri þriðjungi meiri en í sama mánuði fyrir ári. Aukningin skýrist af Covid-faraldrinum. Frá áramótum hefur umferðin aukist um ríflega tíu prósent miðað við árið 2020 en dregist saman um tæp fjögur prósent sé tekið mið af árinu 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Jafnvægi að náðst í nýskráningum

Nú liggja sölutölur fyrir í nýskráningum fólksbíla fyrstu fjóra mánuði ársins og kemur í ljós að markaðurinn virðist vera að ná jafnvægi. Á fyrstu fjórum mánuðunum ársins voru nýskráningar alls 2.870 en á sama tímabili í fyrra voru þær 2.853 og er það samdráttur sem nemur 0,6%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.