Fréttir

Bílasala að mjakast upp á við

Frá áramótum til 18. júní eru nýskráningar hér á landi 5.335 en voru yfir sama tímabil á síðasta ári 3.826 að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Um er að ræða 39,4% söluaukningu en bílasala hefur verið að mjakast upp á við allt þetta ár. KIA hefur síðustu vikurnar verið með mestu hlutdeildina en í síðustu viku fór Toyota upp í efsta sætið.

Átakið Smellum saman – fólk minnt á að nota öryggisbeltin

Samgöngustofa hefur hrint af stað átaki sem kallast Smellum saman. Þar er verið að minna fólk á að nota öryggisbeltin og er farin svolítið nýstárlega leið til þess. Í staðin fyrir að nota hræðslu og daprar staðreyndir þá lögð áhersla á jákvæða nálgun, gleði og umhyggju fyrir hvert öðru.

Um skráningarskyldu ökutækja

FÍB hefur áður vakið athygli á nýlegum breytingum á umferðarlögum hér á þessum stað og engin ástæða til annars en halda uppteknum hætti. Í umferðarlögunum „nýju“ sem tóku gildi þann 1. janúar 2020 voru fjölmörg nýmæli þótt ekki hafi þau öll farið mjög hátt í umræðunni. Eitt þeirra var að frá og með þeim tíma urðu allir eftirvagnar, þar með taldar s.k. léttar kerrur, skráningarskyldir. Var þar með afnumið ákvæði um undanþágu frá skráningu eftirvagna léttari en 750 kg að leyfðri heildarþyngd sem verið hafði lengi í umferðarlöggjöf hér á landi. Það var í eðli sínu nánast sér íslenskt ákvæði miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við í umferðaröryggismálum.

CITROËN AMI kominn til landsins

Brimborg kynnti á dögunum Citroën AMI sem er sannkölluð bylting til snatts innan borga og bæja og smellpassar við aðra ferðakosti. Citroën AMI er tveggja manna, fjórhjóla, rafdrifinn, yfirbyggður rafsnatti með 75 km rafmagnsdrægni og 45 km hámarkshraða.

FIA tekur í notkun vefsíðu sem auðveldar hreyfihömluðum ferðalagið

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins, FIA, í samstarfi við alþjóða samgönguvettvanginn, ITF, hafa tekið í notkun nýja vefsíðu um bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða ökumenn.Yfir einn milljarður manna í heiminum býr við einhvers konar fötlun. Í mörgum löndum er fatlað fólk mikilvægur og vaxandi hluti samfélagsins.

Reykjavíkurborg skylt að bjóða út að nýju uppsetningu hleðslustöðva

Kærunefnd útboðsmála hefur lagt fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og gert henni að bjóða út að nýju uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla. Þá telur kærunefndin að Reykjavíkurborg sé skaðabótaskyld gagnvart Ísorku og er auk þess gert að greiða fyrirtækinu allan málskostnað, tvær milljónir króna. Þetta kemur fram á ruv.is

Aukinn fjöldi dekkja innkölluð af Cooper

Neytendastofu barst tilkynning í mars um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019 að því fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu.

ON í samstarf við Sjálfsbjörgu um aðgengi á hleðslustöðvum

Sjálfsbjörg og ON hafa undirritað samstarfssamning sem miðar að því að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um land allt. Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir samstarfið mikið gæfuspor sem muni hjálpa fötluðu fólki að taka fullan þátt í orkuskiptum í samgöngum.

Nýskráningar fólksbíla orðnar 4.923

Nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu eru orðnar 4.923. Á sama tímabili í fyrra voru þær 3.649 og er því aukningin um 34,9%. Síðustu mánuði hefur sala í nýjum bílum verið líflegra móti en í maí voru nýskráningr 1.331 og var um metmánuð að ræða á þessu ári. Líklega má telja að nýskráningar í þessum mánuði muni mjakast upp á við og verða í hærri kantinum áður en mánuðurinn er allur. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.

Hekla innkallar 1394 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 1394 Mitsubishi Lancer Staton Wagon, Lancer, Colt, Pajero Pinin, Space Runner, L400 og Pajero bifreiðar af árgerð 1996-2000.