Fréttir

Malbikun í Kömbunum frestað

Hætt hef­ur verið við fram­kvæmd­ir í Kömb­um í dag vegna veðurs. Til stóð að mal­bika ak­rein­ar í báðar átt­ir neðst í Kömb­um en nú hefur verið horfið frá því vegna óhagstæðrar veðurskilyrða.

Rúmlega helmingur myndi aldrei eða sjaldan nota Borgarlínu

Í nýrri viðhorfskönnun MMR, Markaðs og miðlarannsóknir ehf, meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu sem unnin var fyrir áhugahópinn Samgöngur fyrir alla (ÁS) kemur fram að 51% svarenda taldi að umbætur á stofnbrautakerfinu væru líklegri til að draga úr umferðartöfum. Hins vegar töldu 33% að Borgarlína væri líklegri til þess.

Opnun fjallvega ræðst af veðurfari og snjóalögum

Samráðshópur Vegagerðarinnar, Lögreglunnar, Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hélt árlegan vorfund sinn nú í vikunni. Fyrrgreindar stofnanir eiga með sér gott samstarf, þar sem þungamiðjan er náttúruvernd, aðgengi, verndun innviða, öryggi vegfarenda og ábyrg ferðahegðun á hálendi Íslands.

Tímamót í miðlun upplýsinga um samgöngur

Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Vefnum er ætlað að vera leiðarvísir almennings að lykilupplýsingum um samgöngur, fjarskipti og byggðamál. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.

Sama þróun í bílasölu í Noregi og á Íslandi

Sama þróun í nýskráningum fólksbíla er að eiga sér stað í Noregi og á Íslandi þegar tölur fyrstu fimm mánuði ársins eru skoðaðar. Í Noregi voru 82% allra nýrra bíla í maí endurhlaðanlegir. Aukningin í nýskráningum miðað við sömu mánuði í fyrra nemur um 33%.

Askja innkallar 122 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 122 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skinna losni sem tengist bremsupedala. Komið það fyrir munu bremsuljósin loga stöðugt.

Nýskráningar 4.208 á fyrstu fimm mánuðum ársins

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fimm mánuði ársins eru orðnar alls 4.208. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 3.369 þannig að aukningin er um 24,9%. Mikill samdráttur var í bílasölu í fyrra og átti heimsfaraldurinn þar stærstan þátt. Nú virðist bílasala vera að mjakast hægt og bítandi upp á við að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Vinna að bættu aðgengi fyrir sænska rafbílaeigendur

Sett hefur verið á laggirnar nefnd sem sænska orkustofnunin stýrir til vinna að lausnum sem hefur það að markmiði að bæta aðgengi fyrir rafbílaeigendur þar í landi. Ljóst er að aðgengi til hleðslu í fjölbýlishúsum er skammt á veg komið. Fyrir þá sem eiga þess ekki kost að hlaða bílinn heima eða í vinnunni draga kannski á langinn að ráðast í kaup á rafbíl.

Rúmir 23 milljarðar til nýframkvæmda - 12 milljarðar í viðhald

Þær framkvæmdir sem Vegagerðin boðar á árinu 2021 munu kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds. Þetta var tilkynnt á útboðsþingi sem haldið var á dögunum. Þar kynntu ellefu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu fyrir um 139 milljarða króna.