Fréttir

Hlutfallslega meiri hækkun á minna mengandi ökutæki

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði á dögunum fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þar á meðal skattaívilnanir á rafmagns- og vetnisbifreiðar. Í ákvæði til bráðabirgða í lögum um virðisaukaskatt er kveðið á um sérstaka virðisaukaskattsívilnun vegna innflutnings og skattskyldrar sölu m.a. á rafmagns- og vetnisbifreiðum. Umræðan um frumvarpið fer fram þessa dagana á alþingi. Ef frumvarp um fjáraukalög fær að standa óbreytt munu nýir bílar sem menga meira kosta minna um áramót, en umhverfisvænni bílar hækka í verði.

Kia framleiðandi ársins hjá Top Gear

Kia var valinn Framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni og lýkur bílaframleiðandinn þannig árinu á sannkölluðum hápunkti. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 hlutskarpastur í sínum flokki.

Umferðarmet á Hringvegi í nóvember

Umferðin á Hringvegi í nóvember jókst um ríflega 11 prósent frá sama mánuði fyrir ári. Umferðin hefur aldrei verið meiri í nóvember. Líklegt er að gott veðurfar hafi leitt til aukinnar umferðar. Útlit er fyrir að umferðin í ár verði um fjórum prósentum meiri en hún var í fyrra samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

Ríflega helmingur landsmanna á ónegldum vetrardekkjum

Niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu sýna að ríflega 54% aðspurðra aka á ónegldum vetrardekkjum yfir veturinn og hefur þeim fjölgað um 6 prósentustig á milli ára.

"Afgreiðsla BL ehf. á aðgangsbeiðni ekki í samræmi við lög"

Nýverið tók Persónuvernd fyrir kvörtun Autoledger ehf. rekstraraðila Þjónustubókarinnar gegn bifreiðaumboðinu BL ehf. Kvörtunarefnið sneri að höfnun BL um afhendingu á þjónustu- og viðgerðasögu 878 bifreiða sem Autoledger óskaði eftir á grundvellu umboða viðkomandi eigenda.

Moskvich bílamerkið hefur nú verið endurvakið

Hið sofandi bílamerki Moskvich frá Sovéttímanum hefur nú verið endurvakið. Alþjóðlegu refsiaðgerðirnar gera Rússlandi erfitt fyrir að smíða bíla og mörg erlend bílamerki hafa yfirgefið landið alfarið. Til að leysa vandamálið verða Rússland að endurvekja sofandi Moskvich vörumerkið. Þar sem Renault seldi hlut sinn í Avtovaz bílasamsteypunni getur verksmiðjan fyrir utan Moskvu sem notuð var til samstarfsins nú smíðað Moskvich bíla í staðinn.

Svart svínarí - ofur álagning olíufélaganna

Í byrjun ársins var álagning olíufélaganna á bensínlítrann um 40 krónur í sjálfsafgreiðslu. Núna hirða þau um 70 krónur á lítrann. Félögin leyna þessari hækkun í skjóli þess að verð hafi hækkað á heimsmarkaði. En það verð hefur snarlækkað og er nú það sama og í byrjun ársins. Þessi 75% hækkun álagningarinnar er ekkert annað en hreinræktað okur.

Ekkert nema græðgi stjórnar ferð hjá íslenskum olíufyrirtækjum

Eins og kom fram í fréttatilkynningu fyrir helgina frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda er bensínlítrinn nú fimmtíu krónum dýrari en hann var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferð hjá íslenskum olíufyrirtækjum.

Svart svínarí olíufélaganna

Lítri af bensíni er nú 50 krónum dýrari en í byrjun ársins, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé í þessari viku á svipuðu róli og þá. Heimsmarkaðsverðið er uppreiknað með gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Í janúar var fullt útsöluverð hjá N1 um 280 krónur en nú er það 333 krónur.

Sektir vegna nagla­dekkja flestar á höfuðborgarsvæðinu

Ökumenn hafa verið sektaðir í 346 tilvikum vegna ólöglegrar notkunar nagladekkja. Það er á fimm ára tímabili, frá ársbyrjun 2018 til 6. nóvember á yfirstandandi ári. Óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.