Fréttir

F-pallbíllinn er vinsælasti bíll Bandaríkjanna

Bandaríkin eru sannarlega mesta pallbílaland heimsins. Ekki einu sinni heimsmarkaðsverð eldsneytis á hverjum tíma virðist geta neinu breytt um það.

100 þúsundasti Renault rafbíllinn til Osló

Renault afhenti á föstudaginn var lyklana að 100 þúsundasta Renault rafbílnum í Osló í Noregi. Bíllinn er af gerðinni Zoe. Fimm ár eru síðan Renault hóf að fjöldaframleiða rafbíla. Í dag er fyrirtækið sterkast á rafbílamarkaði Evrópu með 27 prósenta markaðshlutdeild.

PSA viðurkennir HVO dísilolíu sem fullgilt eldsneyti

PSA – framleiðandi Peugeot, Citroen og DS bíla viðurkenndi á miðvikudaginn svokallaða HVO dísilolíu sem fullgilt eldsneyti á alla þá dísilbíla sem PSA framleiðir, svo fremi sem hún stenst samanburð við hefðbundna dísilolíu úr jarðolíu. Viðurkenningin heimilar að nota má jafnvel óblandaða HVO olíu á allar dísilvélar PSA sem uppfylla Euro5 og Euro6 mengunarstaðlana.

Formúla eitt seld bandarískri fjölmiðlunarsamsteypu

Bandaríska kvikmynda- og fjölmiðlasamsteypan Liberty Media hefur gert kaupsamning um Formúluna við breska öldunginn Bernie Eccelstone upp á 4,4 milljarða dollara. Eccelstone verður áfram framkvæmdastjóri Fomúlunnar um sinn, en Chase Carey framkvæmdastjóri 21. Century Fox kvikmyndafélagsins verður stjórnarformaður.

Volvo Amazon sextugur

Um þessar mundir eru 60 ár frá því að fyrsti Volvo Amazon bíllinn rann fullskapaður af færibandinu í Lundby-bílaverksmiðju Volvo í Gautaborg. 14 árum síðar, þann 3. júlí 1970, rann síðasti Amazoninn af færibandinu. Þá höfðu 667.791 Volvo Amazon bílar verið byggðir. Í heimalandinu Svíþjóð seldust rúmlega 297.000 Amazon bílar þau 14 ár sem framleiðslan stóð. Af þeim eru 24.282 enn á skrá.

Skoda Kodiaq

Hinn nýi Skoda Kodiaq verður sýndur á Parísarbílasýningunni í lok þessa mánaðar og kemur í ,,búðir” í Evrópu á fyrri hluta næsta árs. Skoda í Tékklandi vonast til að þessi bíll verði ekki síður vinsæll en bæði Octavia og Superb bílarnir hafa verið og ekki síst á norðlægari slóðum álfunnar

Sovéskt listaverk!

Á stjórnartíma Stalíns í Sovétríkjunum og lengi þar á eftir voru yfirvöld upptekin af því að sýna og sanna meinta yfirburði stjórnarfarsins með hverskonar hagnýtum vélum og tækjum sem juku afköstin í iðnaði og landbúnaði.

Appelsínugulur besti bílaliturinn?

Mismunandi litir bíla hafa misjöfn áhrif á hversu mikið þeir falla í verði eftir því sem árin líða. Þetta er niðurstaða athugunar sem sagt er frá á bandarískum bílafréttavef. Þar segir að þriggja ára gamlir appelsínugulir bílar haldi best verðgildi sínu. Mest er verðfallið á gull-litum og drapplitum bílum eftir þrjú ár.

Áherslan á ölvunar- og hraðakstur

Í Svíþjóð hefur skipulagi löggæslumála verið breytt þannig að umferðargæsla er ekki lengur alfarið á forræði lögregluembætta einstakra sýslna eða léna, heldur lýtur umferðarlögreglan nú öll einni yfirstjórn. Breytingin hefur kallað á endurskoðun og samræmingu verklags sem á stundum hefur þótt vera breytilegt milli landshluta og -svæða.

Opel Ampera-e sýndur í París

Hreini rafbíllinn Opel Ampera-e verður sýndur á bílasýningunni í París sem hefst undir lok þessa mánaðar. Þessi langdrægi rafmagnsbíll er síðan væntanlegur á almennan markað snemma á næsta ári. Hann er einn 29 nýrra bílagerða sem Opel er á fullu við að demba á markað fram til 2020