Fréttir

Sala á bílum tekur kipp í Þýskalandi

Sala á bílum í Þýskalandi hefur aukist töluvert það sem af er þessu ári. Fara þarf reyndar aftur til ársins 2008 til að sjá svipaða bílasölu. Einungis í október mánuði seldust 285 þúsund nýir bílar í Þýskalandi sem gerir um 13% aukningu miðað við sama mánuð í fyrra.

Minnsta aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í október jókst um 1,6 prósent sem er minnsta aukning í þessum mánuði síðan árið 2011. Þetta er sama þróun og á sér stað á Hringveginum sbr. eldri frétt. Umferðin það sem af er ári hefur aukist um 1,2 prósent sem er einnig minnsta aukning síðan 2011 eftir sem fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Dregur úr umferðaraukningunni á Hringveginum

Umferðin á Hringvegi í október jókst um 0,4 prósent og er þetta minnsta aukning í októbermánuði síðan árið 2011 eða í átta ár. Fjögurra prósenta samdráttur mældist í umferðinni á Suðurlandi og má leiða lýkur að því að samdráttur í ferðamennsku skýri þann samdrátt. Reikna má með að umferðin í ár aukist eigi að síður um 2,5-3 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Askja tekur við Honda umboðinu

Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember nk. Askja tekur við Honda umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu.

Tengiltvinnbifreiðar séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bílaflota

Það full fljótt farið í það að afnema virðisaukaskattsívilnanir á tengil tvinnbílum eins og gert er ráð fyrir í drögum fjármála- og efnahagsráðherra að frumvarpi til laga að mati Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag. Fram kemur að tengil tvinnbílar séu kjörið fyrsta skref í átt að vistvænni bílaflota en ívilnunin samkvæmt þessu falla niður 1. janúar 2021.