Fréttir

Fræðslumyndbönd um rafbíla og hleðslu þeirra

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert þrjú fræðslumyndbönd um helstu atriði sem þarf að hafa í huga tengd rafbílum og hleðslu þeirra í samstarfi við Samtök rafverktaka, SART. Mikil aukning hefur orðið á rafbílum hér á landi og hafa hleðslustöðvar verið að spretta upp um allt land, bæði á heimilum og við vegi.

Vetrardekkjakönnun FÍB

Vetrardekkjakönnun FÍB er komin út og aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu FÍB. Könnunin er unnin upp úr dekkjaprófunum sem félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, vann og stóð straum að í samvinnu við aðila í Noregi og Svíþjóð.

Langmesti samdráttur á Hringvegi í október

Umferðin í nýliðnum októbermánuði á Hringveginum dróst sama um 21,5 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Þetta er langmesti samdráttur á Hringvegi í október og þrefalt meiri en fyrr samdráttarmet sem var á milli áranna 2011 og 2012. Í tölum frá Vegagerðinni kemur fram að útlit er fyrir að í ár verði um 13 prósenta samdráttur í umferðinni á Hringveginum eða tvöfalt meiri en áður hefur mælst.

Nýskráningar fólksbifreiða sem af er árinu eru alls 8.008

Fyrstu tíu mánuði þessa árs er samdráttur í nýskráningum fólksbíla sem nemur um 23,7. Nýskráingar sem af er árinu eru alls 8.008 bílar en yfir sama tímabil í fyrra voru nýskráningar 10.449. Þegar rýnt er hins vegar í aðra tölfræði kemur í ljós að sala á fólksbílum í október var um 12% meiri í október en í sama mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram í samantekt frá Bílagreinasambandinu.

Ólöglegt verður að taka upp og nota farsímann við akstur í Bretlandi

Í nýjum lögum sem sett verða á Englandi á næsta ári verður með öllu ólöglegt að taka upp og nota farsímann við akstur. Breska samgönguráðuneytið hefur unnið að gerða þessara nýja laga í langan tíma í samvinnu við lögreglu og aðra fagaðila.

Gríðarlegur samdráttur í umferð í október

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í október dróst sama um 20 prósent miðað við sama mánuð í fyrra og kemur til af auknum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Samdrátturinn er eigi að síður ekki jafn skarpur og hann var í vor. Í síðustu viku var ekið örlítið meira en í vikunni áður en samdrátturinn frá því í sömu viku og fyrir ári er mjög mikill. Þetta kemur fram í tölum sem Vegagerðin tók saman.

Isuzu og Volvo gera með sér samkomulag í vörubílaframleiðslu

Vörubílaframleiðsla sænska bílaframleiðandans Volvo og Izuzu Motors í Japan hafa undirritað skuldbindandi samning sem felur það í sér að japanska fyrirtækið kaupir UD Trucks Volvo fyrir um 20 milljarða sænskra króna. Fyrirtækin bæði gáfu fyrir ári síðan út viljayfirlýsingu um hugsanleg kaup sem nú virðast komin í höfn.