Fréttir

Framkvæmdum á Reykjanesbraut verði flýtt eins og kostur er

Stopp – hingað og ekki lengra er nafn hóps sem berst fyrir umbótum á Reykjanesbraut. Hópurinn var stofnaður fyrir nokkrum árum og hefur það að meginmarkmiði að bæta umferðaröryggi á þessum fjölfarnasta vegi landsins í kjölfar banaslyss á Hafnarafleggjara í júlí 2016.

Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi tengiltivinnbíllinn

Af öllum nýskráðum bílum til einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi 2019 voru 28,4% annað hvort rafmagns- eða tengiltvinnbílar. Aðeins Noregur getur stært sig af hærra hlutfalli nýskráninga rafmagns- og tengiltvinnbíla fyrir árið 2019.

Norskir leigubílstjórar aka flestir á Toyota

Flestir leigubílstjórar í Noregi kjósa að aka á Toyota. Um 42% af nýskráðum bílum í leigibílaflotanum eru af gerðinni Toyota. Upplýsingastjóri Toyota í Noregi, Espen Olsen, er að vonum ánægður með þessa niðurstöðu. Hann segir þetta frábæra viðurkenningu á traustan og öruggan bíl. Ennfremur verði ekki litið framhjá því að sölumenn Toyota hefðu verið að vinna góða vinnu.

Þjóðverjar hafa áhyggjur á fækkun starfa í bílaðiðnaði

Eftir því sem rafknúnum ökutækjum fjölgar er hætta á því að störfum í bílaiðnaði í Þýskalandi fækki töluvert á næstu tíu árum. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að störfum tengdum bílaiðnaði gæti kostað yfir 400 þúsund manns atvinnuna fyrir 2030. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum þýskra stjórnvalda.

Bílasala í Kína áfram á niðurleið

Bílasala í Kína hefur verið á niðurleið samfleytt í18 mánuði í röð eftir því sem fram kemur í tölum frá samtökum í bílaiðnaði þar í landi. Bílasala í Kína var 8,2% minni 2019 en árið þar á undan.

Ekki meiri eldhætta af rafbílum

Stórbruni varð í bílastæðahúsi við Stafangerflugvöll í vikunni. Mildi þykir að enginn hafi skaðaðast í brunanum. Áætlað er að 200 til 300 bílar hafi eyðilagst og óljóst hvort bílastæðahúsið sé viðgerðarhæft. Í fyrstu fréttum var talið að kviknað hefði í út frá rafbíl. Mikil umræða skapaðist í kjölfarið um eldhættu af rafbílum.

Verðmunur á eldsneyti á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni allt of mikill

Eldsneytisverð er töluvert lægra á höfuðborgarsvæðinu en úti á landsbyggðinni. Lægst er verðið í Costco en til að fá að versla þar eldsneyti þarf að vera meðlimur í Costco-keðjunni. Ódýrast er eldsneyti á bensínstöðvum sem næst eru Costco í Garðabæ. Þetta er þess sem meðal annars kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Mörg hundruð bílar skemmdust í bruna í Stavanger

Mörg hundruð bílar eyðilögðust í stórbruna í fimm hæða bílastæðishúsi við flugvöllinn í Stavanger í Noregi í gær. Á vef norska blaðsins Dagbladet kemur fram að tjónið nemi hundruðum milljóna norskra króna.

Askja innkallar 77 KIA Sorento bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 77 KIA Sorento bifreiðar af árgerð 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla í MFE myndavél (Muliti Function Camera) gæti valdið truflunum í öryggisbúnaði bílsins

Þjóðverjar síga fram úr Norðmönnum í rafbílasölu

Rafbílar njóta aukinna vinsælda í Asíu, sérstaklega þó í Kína, og á sama tíma hefur salan í Bandaríkjunum aukist til muna. Í Evrópu hafa Norðmenn verið í fararbroddi hvað rafbíla snertir og benti fátt til breytinga í þeim efnum. Allt síðasta ár tók salan í Þýskalandi mikinn kipp og miðið við sölutölur seldust fleiri rafbílar í Þýskalandi en í Noregi.