Fréttir

Rúmlega helmingur seldra bíla eru vistvænir

Í febrúar sem leið seldust alls 694 fólksbílar hér á landi og var rúmlega helmingur þeirra vistvænir bílar af því fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu. Heildarsalan er13,4% und­ir söl­unni í fe­brú­ar fyr­ir ári síðan. Sam­tals hafa selst 1.402 fólks­bíl­ar frá ára­mót­um en á sama tíma­bili í fyrra voru þeir 1.647 tals­ins og því er upp­safnaður sam­drátt­ur frá ára­mót­um 14,9%.

Bílasýningin í Genf flautuð af vegna kórónaveirunnar

Svissnesk stjórnvöld tóku þá ákvörðum um helgina að flauta af stærstu bílasýning heims í Genf vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Forsvarsmenn sýningarinnar sögðu þetta óhjákvæmlega ákvörðum eins og ástandið væri orðið.

Stórar innkallanir hjá Öskju og BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðunum Öskju og BL um innkallanir á bifreiðum. Fram kemur að Askja þurfi að innkalla 427 Honda Civic, 5D, Civic Tourer, CR-V Diesel, CR-V DTEC, HR-V bifreiðar af árgerð 2015 - 2016 - 2017 - 2018.

Nýjar göngubrýr á Reykjanesbraut

Tvær nýjar göngubrýr hafa verið settar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þvera þær brautina í einu hafi. Önnur brúin er á milli Hvamma og Áslands, til móts við Álftaás. Hin kemur í stað undirganga við Þorlákstún, á milli íþróttasvæðis Hauka og Hvaleyrarskóla.