Fréttir

Verðstríð hafið á eldsneytismarkaði

Óróleiki á markaði olíuvara skilaði sér í verðlækkunum á eldsneytisverði hér heima í gær og nú í morgun. Undir kvöldmat í gær lækkuðu flest íslensku olíufélögin listaverðið á bensíni og dísilolíu. N1 lækkaði bensínið mest eða um 3 krónur á lítra í gær og aftur um 2 krónur í morgun.

Fundi um orkuskipti frestað vegna COVID-19

Í ljósi þess að hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 hefur verið ákveðið að grípa til þeirrar varúðarráðstöfunar að fresta ársfundi Samorku, sem átti að fara fram þriðjudaginn 10. mars í Hörpu. Aðildarfyrirtæki Samorku eru öll flokkuð sem samfélagslega mikilvægir innviðir sem öll önnur fyrirtæki og heimili í landinu nýta.

Aukning umferðar einungis við höfuðborgarsvæðið

Umferðin á Hringveginu jókst lítillega eða um 0,4 prósent í febrúar. Aukningin var einungis við höfuðborgarsvæðið en samdráttur varð allsstaðar annarsstaðar. Frá áramótum er samdráttur í umferðinni sem nemur um þremur prósentum og hefur ekki verið meiri síðan árið 2012. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Kóronaveiran lækkar eldsneytisverð

COVID-19 veiran hefur haft áhrif á heimsmarkaðsverð olíu. Minni olíueftirspurn í Kína hefur vegið þyngst. Verð á bensíni og dísilolíu hafa lækkað verulega frá áramótum.

Rafbíll frá Dacia á leiðinni

Velgengni rúmenska bílaframleiðans Dacia hefur verið umtalsverð á síðustu árum. Bílar fyrirtækisins hafa staðið vel fyrir sínu og eins hafa þeir þótt einkar hagstæðir til kaups. Alls hafa um 6,5 milljónir bíla verið seldir til þessa í heiminum.

50 milljóna króna kostnaður á einum degi

Stærsti vetrarþjónustudagur Vegagerðarinnar það sem af er vetri var föstudaginn 28. febrúar. Þann dag var snjóruðnings- og hálkuvarnarbílum ekið um það bil 28 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Innkallanir frá BL og Tesla Motors

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf og Tesla Motors Iceland um innkallanir.

Þrátt fyrir mikla lækkun telur FÍB eldsneytisverð 8 krónum of dýrt

Þessa dagana eru neytendur að sjá mestu lækkun olíu á heimsmarkaði í rúmlega fjögur ár. Aðal ástæða lækkunarinnar er útbreiðsla kórónaveirunnar, COVID 19, en vegna hennar hefur verð á olíu lækkað hratt á stuttum tíma.

Samningar í höfn í útblásturs hneykslinu í Þýskalandi

Samningar eru loksins í höfn á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen, þýsku neytendasamtakanna og ADAC systursamtaka FÍB í þýskalandi í hinu svokallaða dísilsvindli sem upp komst á sínum tíma. Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Volkswagen hafa boðist að greiða þýskum bíleigendum um 830 milljónir evra, um 130 milljarða, sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu.

Peugeot 208 bíll ársins í Evrópu 2020

Kunngert hefur verið að Peugeot 208 er bíll ársins í Evrópu 2020. Það voru 58 evrópskir blaðamenn sem tóku þátt í kjörinu og fyrirfram var búist við að Peugeot 208 myndi etja harða keppni við Tesla Model 3 og Porsche Taycan um útnefninguna. Það fór á annan veg því sigur Peugeot var mun stærri og öruggari en búist hafði verið við.