Fréttir

Ökumenn hvattir til að nota öryggisbeltin

Samgöngustofa hefur hrundið af stað herferð til þess að hvetja ökumenn til að spara sér ekki 2 sekúndur við það að spenna á sig öryggisbeltin. Herferðin heitir 2 sekúndur og varpar hún ljósi á fáránleika þess að nota ekki öryggisbeltin.

Stafræn ökuskírteini heimiluð

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað reglugerð sem heimilar útgáfu stafrænna ökuskírteina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að sækja þau í símann síðar í mánuðinum. Stafræn ökuskírteini verða framvegis jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi.

MG nýtt bílamerki á Íslandi

Hið sögufræga bílamerki MG sem margir þekkja frá gamalli tíð hefur formlega innreið sína á íslenska bílamarkaðinn síðar í þessum mánuði þegar bílaumboðið BL kynnir hinn nýja framhjóladrifna og rafknúna sportjeppa MG ZS EV í sýningarsalnum við Sævarhöfða. Hlutdeild umhverfismildra bíla hér á landi fer sífellt vaxandi á markaðnum og með MG ZS EV býðst almenningi nýr og spennandi kostur til að velja úr í flóru rúmgóðra og velbúinna rafbíla hjá BL.

Þrefalt afkastameiri hraðhleðslustöð við Miklubraut

ON hefur tekið í notkun nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva fyrirtækisins með 150 kW hleðslugetu. Stöðin er við fjölorkustöð Orkunnar við Miklubraut. Fjölorkustöð Orkunnar var opnuð í maí 2019 og verður þar hægt að fá alla endurnýjanlega orkugjafa sem framleiddir eru á Íslandi auk hefðbundins jarðefnaeldsneytis.

Askja ehf innkallar Mercedes- Benz G-Wagon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 14 Mercedes-Benz G-Wagon bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að merking barnalæsinga í afturhurðum gæti valdið misskilningi.

Breyting á lögum liðkar fyrir rafbílavæðingu landsins

Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingar á lögum um fjöleignarhús með það að markmiði að liðka fyrir rafbílavæðingu landsins í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti. Frumvarpinu er ætlað að draga úr óvissu varðandi þær reglur sem gilda um hleðslubúnað fyrir rafbíla í fjöleignarhúsum.

Bílamarkaðurinn í Kína að rétta úr kútnum

Staðfestar tölur frá Kína sýna að bílamarkaðurinn þar er að rétta úr kútnum en niðursveifla í efnahagslífi og síðan kórónaveiran hefur leikið stærsta bílamarkað heims grátt síðustu misseri.

Sóknarfæri felast í orkuskiptum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjallaði um samgönguáætlun, framtíðarsýn í samgöngumálum og orkuskipti í ávarpi á aðalfundi Bílgreinasambands Íslands. Ráðherra sagði talsverð sóknarfæri felast í orkuskiptum í samgöngum og rafvæðingu bílaflotans, bæði fyrir umhverfið en einnig efnahag landsins.

Stilling og Liqui Moly gefa 25 milljónir til bílaleiga á Íslandi.

Stilling hf í samstarfi við þýska olíu-og bætiefnaframleiðandann Liqui Moly hafa ákveðið að styðja við íslenskar bílaleigur sem leggja þurfa stórum bílaflota sínum í sumar í kjölfar COVID-19. Allar bílaleigur, rútufyrirtæki og aðrir flotaeigendur fá bætiefni frá Liqui Moly sem drepur bakteríur í dísilolíu og kemur í veg fyrir myndun þeirra, ásamt að verja eldsneytiskerfið fyrir tæringu og ryðmyndun.

Áhrifin af Covid vara ennþá

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í viku 23 reyndist fimm prósentum minni en í sömu viku fyrir ári. Umferðin minnkar því aftur en í viku 22 var hún nánast sú sama og fyrir ári. Áhrifin af Covid-19 og samdrætti í efnahagslífinu er þannig greinileg enn þá en Vegagerðin hefur bent á sambandið á milli hagvaxtar og umferðar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.