Fréttir

Formúlu 1 tímabilið hefst 2. júlí

Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 2.–5 júlí.

Vesturlandsvegur lokaður vegna framhaldsrannsóknar

Hluta Vesturlandsvegar verður lokað kl. 13 í dag, mánudaginn 29. júní, í þágu framhaldsrannsóknar vegna banaslyss, sem varð norðan Grundarhverfis í gær, en áætlað er að rannsóknin taki 1-2 klukkustundir.

Rafbílar seljast best í niðursveiflunni

Bílasala almennt hrundi um allan heim í kórónuveirufaraldrinum og ekki sér fyrir endanum. Algjört frost er sum staðar og dæmi eru um í nokkrum löndum að bílasala hafi farið niður um 90%.

Rafhleðslustöðvum fjölgar jafnt og þétt

Áframhaldandi uppbygging á innviðum til þess að mæta aukinni þörf rafhleðslu heldur áfram. Nú er svo komið að á hringveginum má finna fjölda stöðva frá ýmsum aðilum. Orka Náttúrunnar og Ísorka eru með flestar stöðvar hringinn í kringum landið. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í Árbók bílgreina 2020.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu að ná jafnvægi

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur er áþekk umferðinni í sömu vikum fyrir ári síðan. Í tölum frá Vegagerðinni kemur fram að sveiflur eru í umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar nokkra rullu þar sem góð spá getur leitt til þess að fleiri haldi út á land af höfuðborgarsvæðinu. Umferðin virðist sem sagt vera búin að jafna sig á samdrættinum vegna Covid 19.

Endurgreiðsla nái til viðgerða á öllum skráningarskyldum ökutækjum

Samiðn, Samband iðnfélaga, vill láta endurgreiða viðgerðir á bifhjólum, hjólhýsum og tjaldvögnum auk bifreiða og annarra skráningarskyldra ökutækja. Með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, var m.a. sú tímabundna breyting gerð að virðisaukaskattur vegna vinnu manna við bílaviðgerðir, bílamálun og bílaréttingar fólksbifreiða yrði að öllu leyti endurgreiddur.

Tesla hyggst reisa nýja verksmiðju í Bandaríkjunum

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hyggst færa úr kvíarnar á næstunni ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir. Áform eru uppi um byggingu nýrrar verksmiðju í suðurvesturhluta Bandaríkjanna á þþessu ári að sögn talsmanna Tesla. Viðræður hafa verið í gangi við embættismenn í Texas og Oklahoma og er Tesla bjartsýnt á jákvæðar niðurstöður á næstunni.

Þúsundir missa vinnuna hjá BMW

Þýski bílaframleiðandinn BMW stendur frammi fyrir miklum hagærðingum í rekstri fyrirtækisins. Samningar tíu þúsund starfsmanna verða ekki endurnýjaðir. Forsvarsmenn fyrirtæksins sögðu í samtölum við þýska fjölmiðla að kórónuveirufaraldurinn væri stærsti orsakavaldurinn fyrir þessum hremmingum.

Umferðaröryggisgjald nam 153 milljónum

Í hvert sinn sem farið er með bifreið í ástandsskoðun, bifreið er nýskráð eða eigendaskipti eiga sér stað þarf að greiða umferðaröryggisgjald. Alls voru 153 milljónir kr. sem runnu í þann tekjustofn á síðasta ári. Fækkun í nýskráningum milli ára hefur mest áhrif til lækkunar en á móti vegur líklega að fleiri færðu bíl sinn til ástandsskoðunar á réttum tíma. Þetta kemur fram í Árbók bílgreina 2020.

Fyrstu tengiltvinnbílum Plug-In-Hybrid frá Jeep

SBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum Plug-In-Hybrid frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu.