Fréttir

Kínverskur rafbílaframleiðandi horfir hýru auga inn á norska markaðinn

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD stefnir að því að fara inn á norskan markað í meira mæli en hann hefur gert fram þessu. Borgaryfirvöld í Osló hafa nú þegar góða reynslu af viðskiptum við þennan kínverska framleiðanda. Frá árinu 2018 hafa þau keypt af BYD 45 strætisvagna knúna rafmagni og er reynslan af þeim afar góð.

Breikkun Vesturlandsvegar – Skipulagsstofunun samþykkir matsskýrslu

Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnesi verður boðinn út í vikunni. Verkið í heild snýst um breikkun Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur en á honum verða þrjú hringtorg við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Tíu prósent þjóðarinnar nota ekki bílbelti að staðaldri

Um 10% þjóðarinnar, eða um 35 þúsund Íslendingar, nota ekki bílbelti að staðaldri en þetta kom fram í viðtali við sérfræðing á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu í morgunþætti á Rás 2. Fram kom einnig að um tveir þriðju þeirra sem létust í bílslysum í fyrra voru ekki í bílbeltum.

Góða sala í Tesla í Kína

Þrátt fyrir erfitt umhverfi í bílaiðnaðinum um heim allan getur bandaríski bílaframleiðandinn Tesla verið ágætlega sáttur við sinn hlut. Bílar fyrirtækisins hafa selst vel víða um heim það sem af er þessu ári.

Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könn­un J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni.

Bílasala á Bretlandi aðeins að rétta úr kútnum

Sala á bifreiðum í Bretlandi dróst saman um 35% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er minnsti samdrátturinn síðan í febrúar þegar Covid-19 fór af stað. Til samaburðar nam samdrátturinn 44% í mars, 97% í apríl og 89% í maí.

Hvatt er til aðgæslu vegna blæðinga í slitlagi

Einmuna veðurblíða hefur verið síðustu daga og veðurspáin góð áfram. Því stefnir í stóra ferðahelgi.

Merki um aukna umferð í fyrsta sinn í langan tíma

Umferðin í júní á höfuðborgarsvæðinu jókst um 1,2 prósent sem kom á óvart en þetta er fyrsti mánuður þessa árs þar sem umferðin í mánuðinum er meiri en umferðin í sama mánuði ári fyrr. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hálkuverjandi aðgerðir hafa verið gerðar á Vesturlandsvegi

Gullinbrú verður malbikuð að nýju síðdegis í dag, fimmtudaginn 2. Júlí, en vegkaflinn var fræstur mánudaginn 29. júní þar sem nýlögn á veginum stóðst ekki staðla um viðnám.

Mikill samdráttur heldur áfram

Umferðin á Hringvegi í júní dróst saman um níu prósent í júní sem er mjög mikill samdráttur. Mestur varð samdrátturinn á Mýrdalssandi þar sem 62 prósentum færri ökutæki fóru um teljarann en í sama mánuði fyrir ári. Frá áramótum hefur umferðin dregist sama um 14 prósent að því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.