Fréttir

Nýskráningar fólksbíla 4193 fyrstu sex mánuði ársins

Í júní seldust 824 nýir fólksbílar, eða 39,4% færri bílar en í júní í fyrra. Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa selst 4193 nýir fólksbílar, eða 42,5% færri en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Bílagreinasambandinu þegar sölutölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins liggja fyrir.

Stafræn ökuskírteini komin á Ísland.is

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um og fá stafræn ökuskírteini í símann. Hægt er að nálgast þau á upplýsingaveitunni Ísland.is með því að nota rafræn skilríki. Stafræna ökuskírteinið gengur hvort tveggja fyrir Android- og iOS-stýrikerfi og góðar leiðbeiningar fylgja með umsóknarferlinu.

Volvo stendur frammi fyrir stórri innköllun

Volvo stendur frammi fyrir stórri framkvæmd á næstunni en innkalla þarf mögulega rúmlega tvær milljónir bíla frá sænska framleiðandanum vegna galla í bílbeltum í framsætum. Um er að ræða tegundirnar Volvo S60, S60L, S60CC, V60, V60CC, XC60, V70, XC70, S80 og S80L sem voru framleiddar á milli 2006 og 2019.

Volkswagen hættir við byggingu nýrrar verksmiðju í Tyrklandi

Óformum þýska bílaframleiðandans Volkswagen um byggingu nýrrar verksmiðju í Tyrklandi hefur verið hætt. Í áætlunum fyrirtæksins var að ráðast í byggingu verksmiðju á næsta ári og voru viðræður við tyrknesk stjórnvöld í gangi.

Samgönguáætlun til 15 ára samþykkt

Samgönguáætlun til fimmtán ára 2020-2034 og aðgerðaáætlun til fimm ára 2020-2024 voru samþykktar samhljóða á Alþingi í vikunni. Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi í febrúar 2019.