Fréttir

Sjóvá refsar FÍB fyrir gagnrýni

Sjóvá rifti samningi við FÍB-aðstoð aðeins nokkrum vikum eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir milljarða króna greiðslur til hluthafa. FÍB-aðstoð hefur annast Vegaaðstoð Sjóvár síðan 2007 og engan skugga borið á þau viðskipti. Engar skýringar fylgdu fyrirvaralausri uppsögninni af því fram kemur í fréttatilkynningu frá FÍB.

Mikill munur á verði trygginga – Vörður með lægsta tilboð í fimm tilfellum af sex

Í nýrri verðkönnum Verðlagseftirlits ASÍ kemur fram að mikill munur getur verið á verði á tryggingum og eru neytendur hvattir til að fá tilboð frá ólíkum félögum. Könnunin sýnir að verðlagning tryggingafélaganna er misjöfn eftir tryggingategundum og að minni munur sé á tilboðum tryggingafélaganna ef þau innihalda margar ólíkar tryggingar.

Sölusamdráttur í sölu á bílum í Þýskalandi um 10%

Nýskráningar bíla í Evrópu lækkaði um 1,5% árið 2021. Skortur á hálfleiðurum á heimsvísu og önnur birgðakeðjuvandamál hafa dregið úr afhendingu bíla á heimsvísu, þar sem margir bílaframleiðendur sitja á hálfkláruðum vörum og geta ekki mætt eftirspurn.

Minna öryggi á breskum vegum vegna niðurskurðar

Niðurskurður innan bresku lögreglunnar á síðustu árum hefur orðið til þess að öryggi á vegum úti er minna en áður. Samtök bresku lögreglusamtakanna hafa mótmælt harðlega fækkun umferðarlögreglumanna á breskum vegum. Dauðaslysum í Bretlandi fjölgaði á árunum 2012-2019 en fækkaði nokkuð síðan sem rekja má að hluta til lokunaraðgerða sem gerðar voru til að bregðast við COVID-19 heimsfaraldrinum.

Bílasala fer ágætlega af stað á nýju ári– hlutdeild nýorkubíla 85%

Nýskráningar fólksbifreiða fer ágætlega af stað á nýju ári. Á fyrstu tveimur vikum þess árs eru nýskráningar alls 414 en voru á sama tímabili 2021 285. Er þarna um að ræða um 45,3% aukningu samkvæmt tölum frá Bílagreinasambandinu.

Starfshópur skipaður til að kortleggja stöðu smáfarartækja

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur ákveðið að skipa starfshóp til að kortleggja stöðu smáfarartækja í umferðinni og vinna tillögur að úrbótum, m.a. til að tryggja umferðaröryggi og bæta innviði fyrir nýjan ferðamáta. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum fyrir 1. júní nk. Af því fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Hröð orkuskipti í Reykjavík

Á fundi í borgarráði 6. janúar sl. var samþykkt að vísa tillögu borgarstjóra um hröð orkuskipti til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisráðs og stýrihóps um mótun almennrar eigendastefnu Reykjavíkurborgar. Tillögunni fylgdi skýrsla starfshóps um hröð orkuskipti í Reykjavík. Í skýrslunni eru lagðar fram alls 35 tillögur að aðgerðum til að hraða orkuskiptum í borginni.

Umferðarljós við fjölfarin gatnamót uppfærð

Vegagerðin og Seltjarnarnesbær hafa unnið saman að framkvæmdum vegna umferðarljósa við gatnamót Nesvegar og Suðurstrandar. Umferðarljós sem stýra umferð um gatnamót Suðurstrandar og Nesvegar voru nýlega uppfærð í því skyni að auka umferðaröryggi, ekki síst fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem þvera gatnamótin.

Benz EQXX dregur rúmlega 1.000 km

Mercedes-Benz frumsýndi hugmyndabílinn Vision EQXX nú í byrjun árs. Hugbúnaðurinn og tæknin í Vision EQXX er slík að bíllinn er sá skilvirkasti sem þýski lúxusbílaframleiðandinn hefur nokkru sinni framleitt. Bíllinn dregur rúmlega 1.000 km sem er talsvert lengra en nokkur hreinn rafbíll hefur komist hingað til á einni hleðslu.

Kia söluhæsti fólksbíllinn á árinu

Kia er mest selda bílamerkið yfir fólksbíla árið 2021 á Íslandi. Kia er með 1.826 nýskráða bíla hér á landi á árinu og er með 14,3% hlutdeild. Toyota er í öðru sæti með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9 % hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia er söluhæsti fólksbíllinn á Íslandi.