Fréttir

Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D. Power

Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur. Þetta er áttunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power í flokki bíla sem teljast magnsölubílar.

Lokið við tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ

Forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúi Mosfellsbæjar skrifuð undir verksamning við Loftorku Reykjavík ehf. á dögunum vegna lokaáfanga við endurbætur á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Um er að ræða endurbyggingu og breikkun auk lagnavinnu á Hringveginum á um 520 m kafla milli Langatanga og Reykjavegar.

Verið að ryðja húsagötur

Starfsfólk vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar heldur áfram að vinna við að hreinsa götur og stíga borgarinnar af snjó. Unnið hefur verið í húsagötum eftir því sem liðið hefur á vikuna en þær klárast á næstu dögum.

Heimsmarkaðsverð á olíu og bensíni hefur ekki verið jafnhátt í sjö ár

Heimsmarkaðsverð á olíu og bensíni hefur ekki verið jafnhátt í sjö ár. Hér á landi er bensínverðið þar sem það er hæst komið yfir 280 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir þetta háa verð hafa áhrif á verðbólgu og óneitanlega komi þetta illa við marga. Þetta háa verð hafi ennfremur áhrif á vöruverð almennt.

Nýskráningar í nýorkubílum nema alls 82% á fyrstu sex vikum ársins

Það sem af er þessu ári eru nýskráningar alls 1.244. Yfir sama tímabil á síðasta ári voru þær 822 og er því aukningin rúmlega 51% að því er fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Gjaldtaka hafin í miðbænum á Akureyri

Gjaldtaka er hafin á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Rafrænar greiðsluleiðir í snjallsímum hafa verið virkjaðar og eru íbúar bæjarins, sem og gestir, hvattir til að ná í viðeigandi greiðsluöpp og byrja að greiða fyrir notkun á gjaldskyldum bílastæðum.

Nýja bílasölusvæðið K7 opnar formlega

Bílaumboðið Askja - Notaðir bílar, Bílaland, Hyundai notaðir bílar, Bílabankinn og Bílamiðstöðin eru búin að koma sér fyrir á nýju og sameiginlegu bílasölusvæði á milli Hestháls 15 og Krókháls 7 í Reykjavík og munu opna það formlega á morgun, laugardag. Nýja bílasölusvæðið, sem ber heitið K7 með tilvísun í Krókháls 7, er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð. Það var sérstaklega skipulagt fyrir bílasölurnar fjórar og rúmar alls um 800 bíla.

Hægir aðeins á umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í janúar reyndist rúmum tveimur prósentum minni í ár en í sama mánuði í fyrra. Umferðin dróst saman rétt eins og á Hringveginum en þar dróst hún einmitt aðallega saman í mælipunktum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Mikil endurnýjun á bílaflota sænsku lögreglunnar

Svíar hafa á síðustu mánuðum verið að endurnýja bílaflota lögreglunnar. Undir lok síðasta árs var farið að afhenta fyrstu bílana og nú hafa yfir tvö hundrað bílar verið teknir í notkun.

Subaru Outback fékk hæstu einkunn fyrir öryggi og afköst

Ökuaðstoðarkerfi Subaru Outback fékk hæstu meðaleinkunn (88,8%), fimm stjörnur, fyrir framúrskarandi öryggi og afköst. Þetta kemur fram í mati evrópsku öryggisstofnunarinnar, Euro NCAP, sem er sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu. Úttektin á aðstoðarbúnaði fólksbílaframleiðenda fór fram á árunum 2020 og 2021.