Fréttir

Endurkjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum

,,Ég er þakklátur fyrir sterkan stuðning sem fram kom á landsþinginu eftir 15 ár í þessu embætti. Við erum með yfir 18 þúsund fjölskyldur sem félagsmenn svo okkar ábyrgð sem neytendafélag er mikil og af nægu að taka,“ segir Steinþór Jónsson, ný endurkjörinn formaður Félags Íslenskra Bifreiðaeiganda, FÍB.

Ályktanir á landsþingi FÍB

Á landsþingi FÍB, sem haldið var á Hótel Nordica 6. maí, voru eftirfarandi ályktanir samþykktar.

Ökumenn ekki sektaðir vegna nagladekkjanotkunar í þessari viku

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna fyrirspurna um sektir vegna aksturs á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu er því til að svara að ekki verður farið í að sekta ökumenn af þeim sökum í þessari viku.

Metumferð í apríl á Hringvegi

Met var sett í umferðinni á Hringvegi í apríl en aldrei hefur mælst jafnmikil umferð í þeim mánuði. Umferðin frá sama mánuði í fyrra jókst um tæpt 21 prósent. Umferðin reyndist 8,5 prósentum meiri en hún hefur áður mælst í apríl. Umferðin jókst mest á Austurlandi en í mælisniði á Mýrdalssandi jókst umferðin um heil 170 prósent að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Ívilnun virðisaukaskatts á tengiltvinnbifreiðar lýkur 6. maí

Ívilnun virðisaukaskatts við innflutning tengiltvinnbifreiða mun leggjast af í lok dags þann 6. maí 2022, sbr. XXIV. bráðabirgðaákvæði við lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988 að því er fram kemur í tilkynningu frá tollayfirvöldum

Auglýsingar um tilboð á notuðum bílum

Neytendastofa skoðaði vefsíður bílasala með notaða bíla í júlí 2021. Tilgangur skoðunarinnar var að athuga hvort þar væru að finna tilboðsauglýsingar á bifreiðum án þess að fram kæmi fyrra verð. Skoðaðar voru 72 vefsíður og kom í ljós að tilefni var til athugasemda við 53 þeirra.

Góð bílasala fyrstu fjóra mánuði ársins

Bílasala fyrstu fjóra mánuði ársins er með ágætasta móti en nýskráningar í fólksbifreiðum er rúm 60% meiri samanborið við sama tíma á síðasta ári. Þegar rýnt er í nýskráningar voru þær flestar í mars, alls 1.451, en í apríl voru þær 1.403. Þetta kemurr fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki

Samgöngustofa vekur athygli á að með reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja hafa ökutæki í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum fengið nýjan skoðunarmánuð. Skal nú og framvegis færa þau til skoðunar eins og þau hefðu 5 í endastaf skráningarmerkis, sem þýðir að skoðunarmánuðurinn er maí. Þetta á við um húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna, bifhjól, létt bifhjól í flokki II og fornökutæki. Vanrækslugjald leggst á óskoðuð ökutæki í þessum flokkum þann 1. ágúst.

Alvarleg slys eiga sér stað þegar ökutæki eru að beygja eða fara yfir vegi

Eitt af hverjum fjórum slysum á vegum í Þýskalandi verða í þéttbýli. Meira en 28% árekstranna eiga sér stað þegar ökutæki eru að beygja eða fara yfir vegi. Í tölum sem liggja fyrir árið 2019 slösuðust 340 manns lífshættulega og 7.141 vegfarandi slasaðist alvarlega. Til að greina hugsanlegar úrbætur og draga úr afleiðingum slíkra árekstra, rannsakaði Félag þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, í samvinnu við rannsakendur frá ÖAMTC, Austurríki og AXA Sviss, orsakir slíkra slysa.

Hyundai IONIC vann til þrennra viðurkenninga

Rafbíllinn Hyundai IONIQ 5 vann til þrennra viðurkenninga á verðlaunahátíðinni World Car Awards 2022 sem fram fór á alþjóðlegu bílasýningunni í New York (NYIAS) í síðustu viku. Hyundai IONIC 5 var allt í senn kjörinn „Heimsbíll ársins 2022“, „Rafbíll ársins“ og „Hönnun ársins“.