Fréttir

Hreinun gatna og gönguleiða

Hafin er hreinsun á helstu göngu- og hjólastígum sem og stofnbrauta og tengibrauta og gatna og stíga í kringum þær. Þá tekur við hreinsun og þvottur húsagatna, stétta og stíga við þær. Að lokum er farið í götuþvott á stofn- og tengibrautum.

Umferðin eykst á höfuðborgarsvæðinu og á Hringvegi

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um rétt 0,2 prósent í nýliðnum marsmánuði miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Samdráttur hefur verið í umferðinni frá áramótum sem nemur tæpum fjórum prósentum miðað við janúar til mars í fyrra að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Volkswagen innkallar yfir 100 þúsund bíla vegna eldhættu

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen tilkynnti í vikunni að fyrirtækið þyrfti að innkalla yfir 100 þúsund tengiltvinnbifreiðar á heimsvísu vegna eldhættu. Talsmaður Volkswagen segir að umrædd eldhætta sé í bílunum sem tengja hefðbundna brunavél við rafdrif sem hlaðast í gegnum innstunguna vegna ófullnægjandi einangruðrar háspennu í rafhlöðu.

Nýskráningar fyrstu þrjá mánuði ársins alls 3.218

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu þrjá mánuði ársins voru alls 3.218. Sala fyrir sama tímabil 2021 voru 2.089 bifreiðar svo aukningin á milli ára er um 54%. Nýskráningar til almennra notkunar var rúm 67% og til bílaleiga 32%. Nýliðinn mánuður, mars, var nokkuð líflegur í sölu á nýjum bílum en bara í þeim mánuði einum námu nýskráningar alls 1.451 bifreiðum.

Samræmdur hámarkshraði á Bústaðavegi

Hámarkshraði á Bústaðavegi hefur verið lækkaður úr 60 kílómetra hraða á klukkustund í 50 kílómetra hraða á klukkustund frá Kapellutorgi að Snorrabraut. Þetta þýðir að nú er hámarkshraði alls staðar sá sami á Bústaðavegi.

Fyrstu deilibílar Hopp komnir á götur borgarinnar

Hopp í samstarfi við Höld-Bílaleigu Akureyrar bjóða nú upp á að hægt verði að finna 10 rafbíla í Hopp appinu og leigja í skammtímaleigu innan Reykjavíkur. Hopp hefur leigt út skútur undanfarin ár en nú hyggst fyrirtækið bæta við fleiri faratækjum og nú verður boðið upp á rafdeilibíla.

Sólgular vegbætur voru aprílgabb

Fréttin hér neðar á síðunni um sólgular vegbætur FÍB var eins og margir vita góðlátlegt aprílgabb. Ágæt viðbrögð voru við fréttinni sem unnin var í samvinnu við Morgunblaðið og K100.

Þolinmæði landsmanna þraut - FÍB ræðst í holfyllingar

Slitlög á vegum og götum eru víða mjög illa farið eftir erfiðan og snjóþungan vetur. Vítt og breitt um landið eru holur og sumar djúpar og hættulegar. Þetta ástand ógnar öryggi vegfarenda og hefur valdið verulegu tjóni á fjölda ökutækja og er aðför að eignum landsmanna.

Tryggingafélögin sleppa ódýrt með samkeppnislagabrot

FÍB telur tryggingafélögin sleppa ódýrt með 20 milljóna króna sekt fyrir þátttöku samtaka þeirra (SFF) í umræðu um verðlagningu iðgjalda. Með afskiptum sínum af umræðunni voru SFF ekki að gæta eigin hagsmuna, heldur hagsmuna tryggingafélaganna. Því hefði með réttu átt að sekta tryggingafélögin. Í því samhengi skiptir máli að tvö félaganna þrýstu á SFF að réttlæta há iðgjöld bílatrygginga frekar en gera það sjálf.

Samkeppniseftirlitið sektar SFF um 20 milljónir króna

Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt er í dag, er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF). Í sáttinni viðurkenna SFF brot gegn samkeppnislögum og fyrirmælum sem hvíla á samtökunum á grundvelli eldri ákvörðunar. Hafa SFF fallist á að greiða 20 milljónir kr. í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brot endurtaki sig af því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.