Fréttir

Kia Niro PHEV hlýtur Red Dot verðlaunin

Kia Niro Plug-in Hybrid hlaut Red Dot-hönnunarverðlaun í flokknum „Vöruhönnun“. Kia hefur þar með unnið til 28 Red Dot-verðlauna frá árinu 2009. Red Dot-hönnunarverðlaunin eru ein af eftirsóttustu viðurkenningunum fyrir hönnun. Á hverju ári skoðar dómnefnd sem skipuð er alþjóðlegum sérfræðingum innsendar vörur og metur hönnunargæði og nýstárleika þeirra.

Mikill erlendur áhugi á smíði Ölfusárbrúar

Fimm vilja taka þátt í samkeppnisútboði Vegagerðarinnar vegna byggingar nýrra brúar yfir Ölfusá. Um er að ræða fimm verktaka, þrjá erlenda, íslenskan í samvinnu við erlendan verktaka og einn íslenskan. Þetta er upphaf útboðsferlisins og í kjölfarið fer fram hæfismat og þeim sem metnir eru hæfir verður boðin þátttaka. Vonast er til að samningar náist á þessu ári.

Gamla hraðhleðslustöðin við Glerártorg uppfærð á árinu

Að undanförnu hefur verið bent á afleitt aðgengi að hleðslustöð ON sem stendur við Glerártorg á Akureyri. Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag.

Verðmerkingar í leigubifreiðum

Neytendastofa vekur athygli á því að þann 1. apríl sl. tóku í gildi ný lög um leigubifreiðaakstur. Þar er meðal annars fjallað um verðupplýsingar og Neytendastofu falið eftirlit með þeim ákvæðum.

Samstarfssamningur um ökukennaranám endurnýjaður

Samgöngustofa, Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ) og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli um ökukennaranám til ársins 2028.

Kia undirbýr framleiðslu á rafknúnum sendibílum

Kia tók á dögunum  fyrstu skóflustunguna að sérhannaðri verksmiðju fyrir framleiðslu sérsmíðaðra rafbíla. Athöfnin var haldin hjá Hwaseong-verksmiðju Kia, í héraðinu Gyeonggi í Suður-Kóreu. Rúmlega 200 manns voru viðstaddir athöfnina, þar á meðal fulltrúar stjórnvalda, Euisun Chung, stjórnarformaður Hyundai Motor Group, Ho Sung Song, forstjóri Kia, og annað starfsfólk Hyundai Motor Group og fulltrúar íhlutageira bílaiðnaðarins.

Hægst hefur á nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum

Hægst hefur á nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Fyrstu vikuna í apríl var töluverður samdráttur, eða um tæp 28%, miðað við sama tíma á síðasta ári.

Dekk1 sektað vegna viðskiptahátta á tilboðum á dekkjum

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Dekkja- og bílaþjónustunni ehf., rekstraraðila dekk1.is, vegna viðskiptahátta félagsins. Málið sneri að auglýsingum og kynningum á tilboðum á dekkjum í tengslum við Cyberviku félagsins, vísun til svokallaðs „gámatilboðs“ og tilboði á dekkjum sem tóku gildi eftir að Cyberviku félagsins lauk að því er fram kemur í tilkynningu Neytendastofu.

Ákærður fyrir að falsa kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-málinu

Ákæra í máli bílaleigunnar Procar var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Haraldur Sveinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar, er einn ákærður. Hann játaði sök við rannsókn málsins en hann mætti ekki fyrir dóminn. Haraldur Sveinn er ákærður fyr­ir skjalafals og til vara fjár­svik. RÚV greindi fyrst frá.

Viðskiptaráðherra geri þá kröfu að olíufélögin skili verðlækkun á heimsmarkaði til íslenskra neytenda

Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segir afar brýnt að olíufélögin hér á landi taki þátt í baráttunni gegn verðbólgu og skili verðlækkun á heimsmarkaði til íslenskra neytenda. Olíufélögin hafi ekki gefið fullnægjandi skýringar á verðmun hér og í Danmörku. Þetta kom fram í máli ráðherra í viðtali í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.