Fréttir

Olíufélögin skuldi neytendum umtalsverða lækkun

Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að gríðarlegur munur sé orðinn á hæsta og lægsta verði á bensíni og olíu. Ódýrasti dropinn hjá N1 er yfir 15 krónum dýrari en hjá Costco. Ódýrasti dropinn hjá Orkunni er tæplega 13 krónum dýrari en hjá Costco. Um tíma var verðmunurinn til að mynda hjá Costco og öðrum á markaðinum hér mun minni, þannig að það er farið að draga þar í sundur. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson í Morgunblaðinu í dag.

Enn slegið met í umferðinni á Hringvegi í apríl

Umferðin á Hringvegi jókst um tæplega fjögur prósent í apríl sem er heldur minni aukning en mánuðina á undan. Eigi að síður hefur ekki áður mælst meiri umferð í apríl. Umferðin hefur aukist mjög mikið það sem af er ári og má reikna með að umferðin í ár aukist um tíu prósent sem er gríðarlega mikil aukning, gangi spár eftir. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins eru alls 5.126

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins eru alls 5.126. Á sama tíma í fyrra voru þær 4.620 þannig að aukningin nemur um 11%. Nýskráningar til almennra notkunar eru 53% og til bílaleiga 46,4%.

Götulokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessa daga. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.

Samgöngustofa hættir innheimtu bifreiðagjalda frá og með 8. maí

Frá og með 8. maí nk. þarf að greiða bifreiðagjöld án milligöngu Samgöngustofu. Ganga þarf frá greiðslu þeirra áður en hægt er að ljúka skráningu eigendaskipta hjá Samgöngustofu.

Dropinn holar steininn

FÍB hefur löngum kvartað yfir því að eldsneytisverðs til íslenskra neytenda sé óeðlilega hátt. Vissulega borgum við háa skatta af bensíndropanum. Það eru fáar aðrar neysluvörur hér á landi þar sem um helmingur útsöluverðsins er skattur í ríkissjóð.

Vorhreinsun í húsagötum hefst

Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst fyrrihluta mars en helstu göngu- og hjólaleiðar eru í forgangi. Hreinsunin er komin vel af stað og er nú komið að húsagötum að því fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Yfir 10 milljón raftengdirbílar seldust árið 2022

Í fyrra (2022) seldust meira en 10 milljón rafbílar og tengiltvinnbílar í heiminum. Um 60% voru seldir í Kína. Söluaukningin miðað við 2021 var 55%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni (IEA). Alls var 14% allra seldra nýrra bíla rafknúnir árið 2022, um 9% árið 2021 og innan við 5% árið 2020.

„Ekki skúta upp á bak"

Í dag hratt Samgöngustofa með stuðningi VÍS af stað herferðinni „Ekki skúta upp á bak”. Herferðinni er ætlað að á djarfan og skemmtilegan hátt að efla vitund fólks fyrir ábyrgð sinni við akstur rafhlaupahjóla eða rafskúta eins og þær eru kallaðar í herferðinni. Herferðin verður keyrð næstu vikur í ýmsum útgáfum og á margskonar miðlum.

Toyota söluhæsta bílategundin það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða eru 318 bílum fleiri það sem af er árinu í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum sölutölum frá Bílgreinasambandinu.