30.07.2018
Vegna endurbóta á Þingvallavegi (36) um þjóðgarðinn á Þingvöllum verður hann lokaður frá og með þriðjudeginum 31. júlí fram í október og aftur næsta vor. Hjáleið verður opin um Vallaveg. Sá vegur er þó mjór og hentar illa fyrir stærstu bíla, vegfarendur eru hvattir til að aka varlega og íhuga að nýta aðrar leiðir.
27.07.2018
Vegagerðin hófst í gær handa við að mála heila línu á þeim kafla Þingvallavegar sem liggur um Mosfellsdal. Víghóll, íbúasamtök Mosfellsdals, fagna þessu framtaki. Þar með verður framúrakstur bannaður á kafla í Mosfellsdalnum þar sem fjöldi afleggjara liggur að veginum.
25.07.2018
Settar hafa verið upp ON hleðslur fyrir rafbíla á tveimur starfsstöðvum Landspítala; á Landakoti og Kleppi. Um er að ræða tilraunaverkefni með Landspítala og er það hluti af umhverfisstefnu og loftslagsmarkmiðum hans.
25.07.2018
Verði nýtt umferðarlagafrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi samþykkt verður forgangur þeirra sem aka á innri hring hringtorga lögfestur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB var inntur eftir skoðun félagins á málinu og sagði Runólfur að hann teldi eðlilegt að ökumenn á ytri hring hringtorga fái forgang fram yfir þá sem aka á innri hring. Það yrði í samræmi við það sem tíðkast í mörgum Evrópulöndum.
25.07.2018
Á íbúafundi sem íbúasamtökin Víghóll í Mosfellsdal stóð fyrir í gærkvöldi kemur fram í ályktun fundarins að íbúar séu tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir ef áætlun Vegagerðarinnar um að banna framúrakstur á Þingvallavegi gengur ekki eftir. Til fundarins var efnt til að ræða umferðaröryggismál í Mosfellsdal en um helgina varð banaslys á Þingvallavegi þegar tveir bílar rákust saman við framúrakstur.
23.07.2018
Þegar sölutölur fyrstu sex mánuði ársins liggja fyrir er Nissan Leaf mesti seldi rafbíllinn í Evrópu. Á tímabilinu voru átján þúsund bílar nýskráðir í álfunni, en alls hafa 37 þúsund bílar verið keyptir frá því að nýi bíllinn fór í sölu í október. Leaf er mest seldi rafbíll heims en alls hafa liðlega 340 þúsund slíkir verið nýskráðir frá því að hann kom á götuna árið 2010, þar af rúmlega 100 þúsund á Evrópumarkaði.
23.07.2018
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Þetta er fjórða árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum.
20.07.2018
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér fréttatilkynningu í þessari viku. Í tilkynningunni er Volkswagen samsteypan gagnrýnd fyrir það að hafa ekki komið nægilega til móts við bíleigendur sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu. Það er mat framkvæmdastjórnar ESB að Volkswagen hafi átt að gera betur.
17.07.2018
Sumarið 2017 voru fyrstu Volvo V90 Cross Country lögreglubílarnir teknir í notkun. Þessi útgáfa af bílnum er þróuð af Volvo Special Vehicles and Accessories, SV&A (sérstök ökutæki og fylgihlutir). Sænska lögreglan er stór viðskiptavinur en einnig lögreglulið víða í heiminum.
09.07.2018
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 669/2018 um breytingu á byggingareglugerð, nr. 112/2012. Reglugerðin varðar breytingar sem tengjast orkuskiptum í samgöngum. Nú er lögð sú skylda á hönnuði íbúðarhúsnæðis að gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði.